Forvali frestað í Ohio — kosið í þemur ríkjum

Forvali Demókrataflokksins í Ohio, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað. Kosningar fara þó fram með óbreyttu sniði í dag í Arizona, Flórída, Illinois og Ohio þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að ekki sé boðað til samkoma fleiri en 50 manna. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Biden hljóti góðan sigur í öllum ríkjunum, en með því gæti hann farið langleiðina í að tryggja sér útnefningu flokksins. 

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft töluverð áhrif á kosningabaráttuna. Báðir frambjóðendur hafa aflýst hefðbundnum kosningafundum, en héldu þess í stað „rafræna fundi“ í gær. Talið er að það komi Sanders verr að þurfa að aflýsa fundum, en hann hefur jafnan náð að laða til sín stærri hóp ákafra stuðningsmanna á fundi sína þrátt fyrir að það hafi ekki skilað sér í kjörklefanum. Þá hefur veiran orðið til þess fjölmiðlaathygli hefur færst frá frambjóðendunum, enda drukkna öll önnur mál í umfjöllun um veiruna.

Frambjóðendurnir mættust í kappræðum sjónvarpsstöðvarinnar CNN á sunnudag en þar viðurkenndi Sanders að hann væri nú undir í baráttunni (e. underdog). Sagði hann þó að hann væri að vinna „hugmyndafræðilegu baráttuna“ með því að laða flokksmenn að „frjálslyndum stefnumálum“ sínum.

Biden og Sanders heilsuðust með olnbogunum fyrir kappræður á CNN …
Biden og Sanders heilsuðust með olnbogunum fyrir kappræður á CNN á sunnudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert