Ástandið á eftir að versna í öðrum ríkjum

Frá New York.
Frá New York. AFP

Tæplega 1.900 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar voru tilkynnt í Bandaríkjunum í gær en alls hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið vestanhafs vegna kórónuveirufaraldursins.

Alls hafa rúmlega 530 þúsund greinst með veiruna í landinu; þar af 180 þúsund í New York-ríki.

Til­fell­in á heimsvísu eru tæplega 1,8 milljónir og 108 þúsund hafa lát­ist.

Ant­hony Fauci, for­stöðumaður Of­næm­is- og smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, segir að samkvæmt spálíkönum virðist toppnum hafa verið náð í New York og nágrannaríkjum. Ástandið eigi hins vegar eftir að versna í öðrum fjölmennum ríkjum.

Rík­is­stjóri New York, Andrew Cu­omo.
Rík­is­stjóri New York, Andrew Cu­omo. AFP

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði einnig að svo virtist sem veiran væri að ná hápunkti í New York en alls létust 783 í ríkinu síðasta sólarhringinn. 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert