Kim á lífi og líður vel

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, er á lífi og líður vel segir helsti þjóðaröryggissérfræðingur forseta Suður-Kóreu, Moon Chung-in. Alls konar getgátur hafa verið á lofti varðandi heilsufar Kim að undanförnu þar sem hann hefur ekki verið viðstaddur tvo merkisviðburði í landinu. Þar á meðal hátíðarhöld í tilfefn af fæðingardegi afa hans, Kim Il sung, 15. apríl. 

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Moon segir í samtali við CNN í gærkvöldi að Kim dvelji í Wonsan, sem er sumarleyfisdvalarstaður í austurhluta landsins. Þar hafi Kim dvalið síðan 13. apríl og ekkert grunsamlegt hafi komið fram. 

Kim hefur ekki komið fram opinberlega frá 11. apríl en daginn eftir voru birtar fréttir af honum að skoða orrustuþotur á herflugvelli. Vegna þess hversu langt er liðið frá því hann kom fram opinberlega hafa fjölmiðlar keppst við að birta fréttir um líðan hans en stjórnvöld í Suður-Kóreu segja að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eitthvað óvenjulegt sé á seyði í nágrannaríkinu. 

Frá bænum Wonsan. Lest leiðtogans er í bænum og hefur …
Frá bænum Wonsan. Lest leiðtogans er í bænum og hefur verið þar að undanförnu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert