Ætla að drepa þúsundir minka

Annað minkabúið sem var lokað í lok apríl.
Annað minkabúið sem var lokað í lok apríl. AFP

Hollenska ríkisstjórnin ætlar að drepa þúsundir minka af minkabúum þar sem dýrin hafa greinst með kórónuveiruna, samkvæmt RTL-fréttastofunni.

Tveimur minkabúum í suðurhluta Hollands var lokað í lok apríl eftir að rannsóknir sýndu að minkar höfðu smitast af kórónuveirunni.

Talið er að minkar hafi smitað tvær manneskjur af kórónuveirunni í Hollandi. Alls hafa smit greinst á átta af 120 minkabúum í Hollandi.

Rækt­un minka í landinu hef­ur verið um­deild á síðustu árum. Árið 2016 fyr­ir­skipaði æðsti dóm­stóll lands­ins að allri minka­rækt skyldi hætt fyr­ir árið 2024.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert