Grunur um fyrsta kórónuveirusmitið í Norður-Kóreu

Kim Jong Un á neyðarfundi vegna meints kórónuveirusmits.
Kim Jong Un á neyðarfundi vegna meints kórónuveirusmits. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa komið á útgöngubanni í landamæraborginni Kaesong í kjölfar þess sem talið er vera fyrsta kórónuveirusmitið sem komið hefur upp í landinu.

Ríkisfréttamiðillinn KNCA greindi frá því að 

Talið er að fyrsta kórónuveirusmitið sé komið upp í Norður-Kóreu, en ríkisfréttamiðillinn KCNA greindi frá því að flóttamaður sem flúði til Suður-Kóreu fyrir þremur árum en sneri aftur nú í júlí væri með einkenni kórónuveirunnar.

Reynist maðurinn sýktur af kórónuveirunni verður um að ræða fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið í Norður-Kóreu, en ólíklegt þykir að innviðir landsins geti tekist á við faraldur sem þennan.

Samkvæmt ríkisfjölmiðlinum sneri flóttamaðurinn aftur yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu, en landamærin eru ein þau vöktuðustu í heimi og eru ríkulega búin jarðsprengjum og vopnuðum öryggisvörðum. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja það þó vel hugsanlegt að maðurinn hafi nýlega snúið til baka.

Talið er að flóttamaðurinn umræddi sé 24 ára gamall karlmaður og er hann sagður hafa synt aftur til heimalandsins eftir að hafa sætt rannsókn vegna nauðgunarkæru í Suður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert