Ræddi við konunginn um mannréttindi

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi um mannréttindi í símtali við Salman, konung Sádi-Arabíu í dag.

Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman eftir að Biden tók við embætti.

Þeir ræddu um vilja Bandaríkjamanna til að aðstoða Sádi-Arabíu við að verja landssvæði sitt vegna árása frá hópum sem eru hliðhollir Íran.

Salman bin Abdulaziz Al-Saud, konungur Sádi-Arabíu.
Salman bin Abdulaziz Al-Saud, konungur Sádi-Arabíu. AFP

Biden minntist einnig á „það mikilvægi sem Bandaríkin leggja á mannréttindi úti um allan heim og mikilvægi lagabókstafsins“ í símtalinu.

Stutt er í að bandarísk yfirvöld birta skýrslu um morðið á blaðamanni Washington Post, Jamal Khashoggi, í sendiráði Sádi-Arabíu í Tyrklandi. Búist er við að krónprins Sádi-Arabíu verði bendlaður við morðið í skýrslunni.

mbl.is