„Þetta er sturlað“

Ástandið er slæmt í bænum Mayen í sambandsríkinu Rheinland-Pfalz þar …
Ástandið er slæmt í bænum Mayen í sambandsríkinu Rheinland-Pfalz þar sem flóð hafa hrifið með sér hús og vatn streymir stríðum straumum eftir götum. AFP

Að minnsta kosti 48 eru látnir af völdum flóða og úrhellisrigningar í vesturhluta Evrópu. 

42 eru látnir í Þýskalandi og er ástandið einna verst í Eifel-fjallgarðinum í Þýskalandi og austurhluta Belgíu. Yfirvöld í belgísku borginni Liege hvetja íbúa í grennd við ána Meuse til að yfirgefa heimili sín. Að minnsta kosti fjórir eru látnir í Belgíu af völdum flóðanna. 

Ástandið er einnig slæmt í bænum Mayen í sambandsríkinu Rheinland-Pfalz þar sem flóð hafa hrifið með sér hús og vatn streymir stríðum straumum eftir götum. 

„Enginn átti von á þessu, hvaðan kom öll þessi rigning. Þetta er sturlað,“ segir Annemarie Mueller, eftirlaunaþegi í Mayen, þar sem hún stendur á svölum íbúðar sinnar og horfir yfir bílskúrinn og garðinn sem er á floti. Mueller segir miklar drunur hafa fylgt flóðinu og hún óttaðist um tíma að flóðið myndi brjóta sér leið inn í íbúðina. 

Áin Nette sem er alla jafna fyrirferðarlítil hefur flætt yfir bakka sína og hafa margir íbúar þurft að ausa vatni upp úr kjöllurum heimila sinna og þá hafa slökkviliðsmenn einnig þurft að dæla vatni úr kjallara slökkvistöðvarinnar. 

Veðurspár gera ráð fyrir að ekki dragi úr úrhellinu fyrr …
Veðurspár gera ráð fyrir að ekki dragi úr úrhellinu fyrr en í fyrsta lagi annað kvöld. AFP

Tveir slökkviliðsmenn létust

Björg­un­araðilar hafa átt erfitt með að sækja fólk í hús­næði sem flóðin ógna og tveir slökkviliðsmenn lét­ust við störf sín í bæj­un­um Altena og Wedohl. 

Lög­regla hef­ur komið á neyðarlínu þar sem fólk get­ur til­kynnt um ást­vini sem saknað er. Fólk er beðið um að senda inn mynd­ir og mynd­bönd sem geta aðstoðað björg­un­araðila við leit­ina. 

Veðurspár gera ráð fyrir að ekki dragi úr úrhellinu fyrr en í fyrsta lagi annað kvöld.

mbl.is