Andrés og Giuffre ná samkomulagi

Andrés Bretaprins og Virginia Giuffre á samsettri mynd.
Andrés Bretaprins og Virginia Giuffre á samsettri mynd. AFP

Andrés Bretaprins og Virgina Giuffre, sem hefur sakað hann um kynferðisbrot, hafa náð samkomulagi. 

Fram kemur í dómsskjölum að báðir aðilar „hafa náð samkomulagi utan dómssalar“, skrifaði lögmaður Giuffre, David Boies í bréfi sem hann sendi dómara í New York fyrir hönd beggja aðila.

Þar kemur ekkert fram um peningaupphæðir.

Fram kemur þó að Andrés muni reiða af hendi „umtalsvert framlag“ til góðgerðarsamtaka Giuffre.

mbl.is