Hlynur og Signý bestu leikmennirnir

Hlynur Bæringsson var kjörinn sá besti í karlaflokki.
Hlynur Bæringsson var kjörinn sá besti í karlaflokki. mbl.is/hag

Hlynur Bæringsson úr Snæfelli og Signý Hermannsdóttir úr KR voru í kvöld útnefnd bestu leikmennirnir í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í körfuknattleik, á lokahófi KKÍ.

Hlynur var jafnframt kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitakeppni karla en Unnur Tara Jónsdóttir úr KR var hinsvegar valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni kvenna.

Bestu ungu leikmennirnir voru kjörin Ægir Þór Steinarsson úr Fjölni og Guðbjörg Sverrisdóttir úr Hamri.

Bestu þjálfararnir voru kjörnir Ingi Þór Steinþórsson úr Snæfelli í karlaflokki og Benedikt Guðmundsson úr KR í kvennaflokki.

Úrvalslið deildanna voru þannig skipuð:

Úrvalslið Iceland Express deildar kvenna:
Hildur Sigurðardóttir, KR
Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamri
Margrét Kara Sturludóttir, KR
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík
Signý Hermannsdóttir, KR

Úrvalslið Iceland Express deildar karla:
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Brynjar Þór Björnsson, KR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli
Hlynur Bæringsson, Snæfelli

Morgunblaðið hlaut fjölmiðlaverðlaun KKÍ, annað árið í röð.

Aðrar viðurkenningar:

Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla: Ómar Örn Sævarsson, Grindavík
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum

Besti erl. leikm Iceland Express-deild kvenna: Heather Ezell, Haukum
Besti erl. leikm. í Iceland Express-deild karla: Justin Shouse, Stjörnunni

Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild karla: Hlynur Bæringsson, Snæfelli.

Besti dómari Iceland Express-deildum: Sigmundur Már Herbertsson

Úrvalslið 1.deildar karla:
Sævar Haraldsson – Haukar
Baldur Ragnarsson – Þór Þorlákshöfn
Hörður Hreiðarsson – Valur
Óðinn Ásgeirsson – Þór Akureyri
Grétar Erlendsson – Þór Þorlákshöfn

Besti leikmaður 1.d.karla:
Grétar Erlendsson – Þór Þorlákshöfn

Besti þjálfari 1.d. karla:
Borce Ilievski - KFÍ

Úrvalslið 1.deildar kvenna:
Íris Gunnarsdóttir – Skallagrímur
Erna Rún Magnúsdóttir – Þór Ak.
Eva María Grétarsdóttir – Fjölnir
Gréta María Grétarsdóttir – Fjölnir
Salbjörg Sævarsdóttir – Laugdælir

Besti leikmaður 1.d.kvenna:
Gréta María Grétarsdóttir – Fjölnir

Besti þjálfari 1.d. kvenna:
Eggert Maríuson - Fjölnir

Áhorfendaverðlaun 2009-2010
Stuðningsmenn Snæfells

Silfurmerki KKÍ:
Ágúst Kárason
Sigmundur Már Herbertsson

Gullmerki KKÍ:
Svali Björgvinsson

Signý Hermannsdóttir var valin best í kvennaflokki.
Signý Hermannsdóttir var valin best í kvennaflokki. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Íþróttir, Körfubolti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 15. nóvember

Miðvikudaginn 14. nóvember

Þriðjudaginn 13. nóvember

Mánudaginn 12. nóvember

Sunnudaginn 11. nóvember

Laugardaginn 10. nóvember