Stefnir á alheimsfrið

Leymah Gbowee, einn friðarverðlaunahafa Nóbels 2011.
Leymah Gbowee, einn friðarverðlaunahafa Nóbels 2011. Reuters

Friðarverðlaunahafi Nóbels 2011, Leymah Gbowee, segir það vera markmið sitt að koma á algerum friði í Afríku og um veröld alla.

Gbowee, sem er ganversk, sagði við blaðamenn í morgun að verðlaunin fælu í sér að afrískar konur hefðu stórt hlutverk í friðarumleitunum í álfunni. „Ég mun halda áfram að helga starf mitt málefnum kvenna og sáttaumleitunum í heiminum.“

Gbowee er einn af stofnendum samtaka sem heita Women, Peace and Security Network Africa. Hún mun nota verðlaunaféð til að koma á námsstyrkjakerfi fyrir stúlkur í Afríku og til að aðstoða konur sem hafa verið fórnarlömb stríðsátaka.

Gbowee vann friðarverðlaunin ásamt Ellen Johnson Sirleaf, sem er forseti Líberíu og Tawakkul Karman, sem er ein af forvígismönnum uppreisnarinnar í Jemen.

Það vakti heimsathygli árið 2003 þegar Gbowee hvatti konur í Líberíu til að neita körlum sínum um kynlíf uns friði væri náð í landinu.

mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Þriðjudaginn 6. desember

Mánudaginn 5. desember

Sunnudaginn 4. desember

Laugardaginn 3. desember