Vígist til prests eins og margir úr fjölskyldunni

Matthildur Bjarnadóttir.
Matthildur Bjarnadóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þjónusta við börnin er mikilvægt starf í kirkjunni. Þar hef ég fundið mína fjöl,“ segir Matthildur Bjarnadóttir mag. theol. Hún verður á morgun, sunnudag, vígð til þjónustu sem æskulýðsprestur í Garðasókn í Garðabæ. Vígslan, sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur með höndum, er í Dómkirkjunni í Reykjavík, hefst klukkan 13 og henni lýsir sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, móðir Matthildar.

Guðfræðin var sjálfsögð

„Ég ætlaði mér alltaf að verða prestur, sem ég á reyndar ekki langt að sækja. Sem barn ólst ég upp við umræður um guðfræði, heimspeki og trúmál. Þetta síaðist inn og hafði áhrif. Fimm ára ákvað ég að verða prestur. Linaðist á unglingsárum og var í mótþróa. Eftir stúdentspróf var þó ekkert sjálfsagðara en guðfræðin,“ segir Matthildur sem kemur úr fjölskyldu þar sem prestar eru margir. Nokkrir þeirra verða vígsluvottar á morgun. Þar má nefna föður Matthildar, sr. Bjarna Karlsson, og sr. Bolla Pétur Bollason, móðurbróður hennar. Kona Bolla, sr. Sunna Dóra Möller, verður vígsluvottur og einnig sr. Hildur Eir Bolladóttir, móðursystir Matthildar. Sóknarprestur Dómkirkjunnar, sr. Sveinn Valgeirsson, þjónar fyrir altari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka