Al Thani-málið

Í Al Thani-málinu eru ákærðir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti stóran eignarhlut í bankanum.

Hæstiréttur hafnaði einnig kröfu Ólafs

6.11. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að hafna kröfu afhafnarmannsins Ólafs Ólafssonar um að Landsréttardómarinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson beri að víkja sæti í áfrýjuðu máli gegn Ólafi fyrir Landsrétti. Meira »

Ríkið braut ekki á lögmönnunum

30.10. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur hafnað því að íslenska ríkið hafi brotið á lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall þegar þeim var gert að greiða eina milljón króna hvorum í sekt fyrir að segja sig frá málsvörn í Al Thani-málinu í apríl 2013. Meira »

Mál Ólafs Ólafssonar tekið fyrir

1.12.2017 Aðalmeðferð í máli Ólafs Ólafssonar fjárfestis á hendur ríkissaksóknara og íslenska ríkinu, þar sem hann leitast við að fá fellda úr gildi synjun endurupptökunefndar á beiðni hans um endurupptöku í svonefndu Al Thani-máli, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira »

Fengu réttláta meðferð hjá dómstólum

8.4.2017 Fjórmenningarnir sem hlutu dóm í al-Thani málinu fengu réttláta meðferð fyrir íslenskum dómstólum að mati íslenskra stjórnvalda, þetta kemur fram í svari stjórnvalda til Mannréttindadómstóls Evrópu og sem greint er frá á fréttavef RÚV. Meira »

Kröfu Ólafs vísað frá Hæstarétti

20.3.2017 Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá dómi kröfu Ólafs Ólafssonar gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu, um að viðurkennt yrði að skilyrði fyrir endurupptöku máls hans væru uppfyllt. Meira »

Hafna beiðni um endurupptöku

1.3.2017 End­urupp­töku­nefnd hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmunds­sonar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg, um end­urupp­töku á Al Thani-mál­inu. Meira »

Hagsmunir dómara til Mannréttindadómstólsins

29.1.2017 Sakborningarnir í Al Thani-málinu hafa sent Mannréttindadómstóli Evrópu kvörtun vegna fjármálaumsvifa dómara við Hæstarétt Íslands. Mannréttindadómstóllinn hefur sent íslenskum stjórnvöldum erindi þar sem óskað er svara í tengslum við málið. Meira »

Ólafi heimilt að fá niðurstöðu dómstóla

26.1.2017 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að Ólafi Ólafssyni fjárfesti væri heimilt að bera ákvörðun endurupptökunefndar undir dómstóla, en áður hafði nefndin hafnað endurupptökubeiðni um þátt hans í Al Thani-málinu Meira »

Vekja athygli á fjármálaumsvifum dómara

9.1.2017 Mannréttindadómstóll Evrópu fékk fyrir helgi í hendur upplýsingar um fjármálaumsvif dómara við Hæstarétt Íslands á árunum fyrir bankahrunið haustið 2008 en upplýsingarnar voru sendar af lögmönnum Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns og þriggja fyrrverandi stjórnenda Kaupþings banka. Meira »

Hafnar ásökunum Hreiðars Más

12.12.2016 Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir að embættið hafni öllum ásökunum um að á ótilhlýðilegan hátt hafi verið staðið að verki við rannsókn mála sem tengist Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings og í öðrum málum sem embættið hefur haft til rannsóknar. Meira »

Opna vef um Al Thani-málið

5.7.2016 Sakborningarnir í Al Thani-málinu svonefnda hafa í hyggju að opna nýjan vef þar sem finna má gögn sem tekin hafa verið saman um málið. Vefurinn mun bera heitið dagsljos.is. Freyr Einarsson, fyrrverandi fréttastjóri hjá 365, mun halda utan um vefinn. Meira »

Auknar líkur á efnismeðferð

4.7.2016 Líkurnar á því að Mannréttindadómstóll Evrópu taki hluta Al Thani-málsins svonefnda til efnismeðferðar hafa aukist eftir að dómstóllinn krafði stjórnvöld svara vegna málsins. Það veltur þó allt á svörum stjórnvalda. Þetta segir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík í samtali við mbl.is. Meira »

Krefst svara um Al Thani-málið

1.7.2016 Innanríkisráðuneytinu hefur borist bréf frá Mannréttindadómstól Evrópu þar sem óskað er svara íslenskra stjórnvalda við fjórum spurningum um málsmeðferðina í Al Thani-málinu svonefnda. Meira »

Lausir af Kvíabryggju

7.4.2016 Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson losna allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag. Hafa þeir afplánað um eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi vegna efnahagsbrota. Meira »

Mál þriggja til Mannréttindadómstólsins

17.3.2016 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Meira »

Magnús aflar gagna í Al Thani-máli

15.2.2016 Endurupptökunefnd á von á frekari gögnum á næstunni frá Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, varðandi endurupptöku á Al Thani-málinu. Meira »

„Óli“ er Ólafsson en ekki Arinbjörn

10.2.2016 Það er hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem rætt er um á umdeildri hljóðupptöku sem notuð var sem sönnunargagn í Al-thani málinu sé í raun Ólafur Ólafsson, ákærði í málinu, en ekki lögmaðurinn Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Þetta segir í úrskurði Endurupptökunefndar sem upplýst var um í gær. Meira »

Beiðnum Hreiðars og Sigurðar hafnað

9.2.2016 Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðnum Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar um að Al Thani-málið verði endurupptekið í Hæstarétti. Frá þessu greinir RÚV en mbl.is sagði frá því fyrr í dag að beiðni Ólafs Ólafssonar, sama efnis, hefði verið hafnað. Meira »

Beiðni Ólafs hafnað

9.2.2016 Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins. Hæstiréttur dæmdi í fyrra Ólaf í fjögurra og hálfs árs fang­els­is­vist­ar fyr­ir markaðsmis­notk­un. Meira »

Beðið viðbragða frá þremenningunum

2.2.2016 Fangelsismálastjóri hefur brugðist við ósk embættis umboðsmanns Alþingis um upplýsingar, gögn og skýringar vegna kvörtunar Magnúsar Guðmundssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Einarssonar sem allir hlutu dóm í Al Thani-málinu og afplána í fangelsinu að Kvíabryggju. Meira »

Fer enn yfir mögulegar endurupptökur

19.1.2016 Meðferð endurupptökunefndar á beiðnum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og al-Thani-málinu um endurupptöku stendur enn yfir og ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur, samkvæmt heimildum mbl.is. Málin eru afar umfangsmikil og þarf nefndin af fara yfir hátt í sex þúsund blaðsíður texta í fyrrnefndu málunum. Meira »

Fjölmiðlar að undirbúa fár

11.1.2016 „Vildi að ég gæti tekið allan vafa með þetta [leyfi fyrir reiðnámskeiðinu]. Páll vill frá að skoða þetta betur./ Hann ætlar að reyna að vera með endanlegt svar á föstudag./ Fjölmiðlar eru að undirbúa fár í kringum þetta sem enginn okkar mun koma vel út úr. Meira »

Páll: „Blöskrar það svo heiftarlega“

11.1.2016 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, óskar eftir því að Fangelsismálastofnun veiti sér upplýsingar, gögn og skýringar vegna kvörtunar þriggja fanga sem hlutu dóm í Al Thani-málinu. mbl.is tók saman nokkur dæmi um ummæli Páls Egils Winkel fangelsismálastjóra sem Tryggvi vill skýringar á. Meira »

Óskuðu eftir nafnleynd

11.1.2016 Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem allir hlutu dóm í Al Thani- málinu fóru fram á nafnleynd þegar þeir kvörtuðu undan störfum Páls Egils Winkel fangelsismálastjóra. Þetta kemur fram í niðurlagi bréfs Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, til Páls. Meira »

Mátti Moore mynda á Kvíabryggju?

10.1.2016 Umboðsmaður Alþingis vill fá svör frá fangelsismálastjóra um hvort Michael Moore hafi fengið leyfi til að mynda á Kvíabryggju, líkt og þrír fangar kvarta yfir í erindi til umboðsmanns. Meira »

Kvartað undan fangelsismálastjóra

10.1.2016 Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem allir hlutu fangelsisdóm í Al Thani-málinu, hafa leitað til umboðsmanns Alþingis þar sem þeir kvarta undan störfum Páls Winkels fangelsismálastjóra. Meira »

Sigurður óskar eftir gjaldþrotaskiptum

25.9.2015 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur óskað eftir því hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að bú hans verði tekið til persónulegra gjaldþrotaskipta. Meira »

Óska eftir endurupptöku

23.7.2015 Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson sem báðir voru sakfelldir í Al-Thani málinu svokallaða hafa óskað eftir endurupptöku málsins. Beiðni þeirra byggir á því að þeir telja einn Hæstaréttardómarann í málinu hafa verið vanhæfan vegna starfa sonar hans fyrir slitastjórn Kaupþings. Meira »

Lýsa sig vanhæfa í máli Ólafs

4.6.2015 Tveir nefndarmenn og einn varamaður í endurupptökunefnd hafa lýst sig vanhæfa til þess að fjalla um beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið svonefnda verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju. Meira »

Al-Thani hafði áhrif á stjórnina

2.6.2015 Kaup sjeiksins Mohamed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþing banka í lok september 2008 efldi tiltrú manna á íslensku efnahagslífi og sannfærði fyrrum stjórnarmenn í SPRON um að Exista, sem átti stóran hlut í Kaupþingi, stæði styrkum fótum. Meira »