Bragginn í Nauthólsvík

Segja innri endurskoðun störfum hlaðna

13:46 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fela eigi utanaðkomandi aðila að gera heildarúttekt á bragganum við Nauthólsveg og að falla skuli frá því að láta innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annast úttektina, þar sem hún sé önnum kafin við úttekt á Orkuveitunni. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

í gær Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

í gær Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »

Grasrót Pírata krefst svara

13.10. „Þetta verkefni er ólíkt öllum öðrum verkefnum að því leyti að það var unnið alfarið á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði þar sem svona stórar framkvæmdir eru alla jafna. Það voru því allt öðruvísi verkferlar en hefði verið æskilegt við þetta verkefni.“ Meira »

Í hvað fóru allar milljónirnar?

12.10. Framkvæmdir við húsin þrjú við Nauthólsveg 100 sem samanstanda af bragga, náðhúsi og skemmu hafa vakið athygli síðustu vikur vegna hundraða millj­óna króna framúr­keyrslu í fram­kvæmd­um á húsunum á veg­um borg­ar­inn­ar. En í hvað fóru allar þessar milljónir? Meira »

Dagur farinn í veikindaleyfi

12.10. Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju.  Meira »

Fellt að skoða þátt borgarstjóra

11.10. Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavík í dag að fela innri endurskoðun borgarinnar að ráðast í heildarúttekt á endurgerð braggans við Nauthólsvík. Sjálfstæðismenn vildu óháða utanaðkomandi úttekt þar sem framganga borgarstjóra yrði meðal annars skoðuð en það var fellt af meirihlutanum. Meira »

„Okkur blöskrar gríðarlega“

11.10. „Okkur blöskrar gríðarlega, þetta er grafalvarlegt og við viljum gera það sem við getum til að tryggja að þetta mál verði upplýst að fullu,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Borgarstjórnarflokkur Pírata fór í vettvangsferð á framkvæmdasvæði braggans í Nauthólsvík í dag. Meira »

Innkaup vegna braggans verða skoðuð

11.10. Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, telur augljóst að skoða þurfi innkaupaþáttinn sérstaklega í tengslum við framkvæmdir á yfir 400 milljóna króna bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Ábyrgðin er borgarinnar

10.10. Arkibúllan hannaði endurbyggingu á Nauthólsvegi 100 í samræmi við óskir verkkaupa og eftirlit arkitektastofunnar fólst í því að fylgjast með því að iðnaðarmenn fylgdu teikningum og verkin væru sannanlega unnin. Verkið er unnið samkvæmt ákvörðun Reykjavíkurborgar. Meira »

Plöntur oft höfundarréttarvarðar

10.10. Stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsveg eru af dúnmelstegund. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður, sem kveður sér þó ekki kunnugt um hvaða yrki sé þar á ferðinni. Hann segir algengt að plöntur séu höfundarréttarvarðar. Meira »

„Allt skal upplýst“

10.10. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði ætla á næsta borgarráðsfundi að leggja fram tillögu um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að vinna „heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans“ við Nauthólsveg fól í sér og skal enginn angi vera undanskilinn. Meira »

Innri endurskoðun tryggi óháða rannsókn

3.10. „Innri endurskoðun [Reykja­vík­ur­borg­ar] er algjörlega óháður aðili í borgarkerfinu og við lítum á að það sé óháð rannsókn að málið fari þangað,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, í samtali við mbl.is. Meira »

Höfnuðu óháðri rannsókn

3.10. Tillaga Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn á rúmlega 400 milljóna króna bragganum í Nauthólsvík var hafnað án atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi. Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

21.9. Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

19.9. „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »