Bragginn í Nauthólsvík

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

17.1. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en varast beri að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

15.1. Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Vildu að fjárveiting yrði stöðvuð

15.1. „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið. Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem bendir á að sjálfstæðismenn hafi þegar 2015 lagt til að fjárveiting til braggans í Nauthólsvík yrði stöðvuð. Meira »

Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

15.1. „Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um braggamálið í borgarstjórn í dag. Meira »

Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

15.1. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hörðum orðum um þá fulltrúa minnihlutans sem stóðu að og studdu tillögu um að vísa braggaskýrslu til héraðssaksóknara og lét að því liggja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks segir borgarstjóra skorta auðmýkt. Meira »

Breyttu framlagðri tillögu sinni

15.1. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lögðu fram breytingartillögu við framlagða tillögu sína til borgarstjórnar um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Meira »

Kanna hvort safnið aðhafist í málinu

14.1. Borgarskjalasafn hefur til athugunar hvort safnið skuli aðhafast í tengslum við Braggamálið svonefnda, en Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, hefur farið fram á að Borgarskjalasafn athugi hvers vegna ýmis skjöl hafi ekki reynst tiltæk og verið eytt. Meira »

Veitingamaður Braggans ósáttur

13.1. Daði Agnarsson, sem rekur Braggann Bar og Bistro í bragganum í Nauthólsvík, vandar ráðamönnum í borginni ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti nýverið á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann stjórnmál oft og tíðum eiga meira sameiginlegt með leikskólabörnum. Þá nafngreinir hann borgarfulltrúana Vigdísi Hauksdóttur og Eyþór Arnalds og segir það hlægilegt að hlusta á þau lýsa Bragganum sem kofaskrifli. Meira »

„Svona getur nú pólitíkin verið ljót“

13.1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segir tillögu borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur, um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um um fram­kvæmd­ir við Naut­hóls­veg 100 til héraðssaksóknara, vera fráleita. Meira »

Leggur ekki mat á saknæmi í braggamálinu

13.1. Borgarlögmaður er ekki í aðstöðu til að leggja mat á það hvort saknæm háttsemi kunni að hafa átt sér stað í tengslum við braggamálið og engin athugun á því er fyrirhuguð. Meira »

Segir ekki um misferli að ræða

11.1. „Ég geri ráð fyrir að við sjáum hvaða tillögu hún og Kolbrún ætla sér að leggja fyrir borgarstjórn og bregðumst við því á þriðjudaginn,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, um yfirlýsingar Vigdísar Hauksdóttur, sem vill að héraðssaksóknara verði falið að skoða braggamálið. Meira »

Borgarskjalavörður skoði lögbrot

11.1. „Það er með öllu óheimilt að eyða svona gögnum og þarna var meira að segja afritunum eytt,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í samtali við mbl.is um hugsanleg lögbrot vegna meðferð skjala tengd Braggamálinu. Meira »

Minnihlutinn vill sjá frekari rannsókn

10.1. Tillaga um að vísa braggamálinu svokallaða til héraðssaksóknara verður lögð fram í borgarstjórn næsta þriðjudag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir ekkert í skýrslunni benda til þess að glæpsamlegur ásetningur hafi verið fyrir hendi og að um sé að ræða pólitískt leikrit. Meira »

Vilja senda braggamál til saksóknara

10.1. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins leggja til á næsta fundi borgarstjórnar að skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar við Nauthólsveg 100 verði vísað til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Meira »

„Þetta kemur mér í opna skjöldu“

9.1. „Mér finnst málinu algjörlega óviðkomandi hver stjórnskipuleg staða þessa hóps sé,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um þriggja manna hóp sem á að rýna í niður­stöður innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um bragga­málið. Meira »

Aldrei um skilgreindan hóp að ræða

8.1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir ákvörðun Hildar Björnsdóttur, að segja sig úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið, ekki hafa áhrif á þá vinnu sem fram undan er þar sem aldrei hafi verið um skilgreindan hóp eða nefnd að ræða. Meira »

„Braggamálið er rétt að byrja“

8.1. „Þetta er orðin hjákátleg staða að borgarstjóri og formaður borgarráðs ætli að fara að hittast á einhverjum fundum og kaffispjalli og fara yfir þessa skýrslu. Þetta er náttúrulega bara orðið vandræðalegt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Meira »

Tekur ekki við fyrirmælum frá neinum

7.1. „Ég tek ekki við fyrirmælum frá neinum og læt almennt illa að stjórn,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína vegna ummæla borgarstjóra í kvöldfréttum RÚV vegna braggamálsins. Meira »

„Las ranglega í stöðuna“

7.1. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi lesið ranglega í stöðuna „þegar hann hélt að braggamálið gleymdist“ er því var vísað til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Meira »

Segir forsendurnar brostnar

7.1. „Ég stend við það sem ég sagði áður, að ég mun stíga út úr hópnum þar sem mér finnst forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Dagur ætlar ekki að víkja úr hópnum

7.1. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að verða við kröfu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að víkja úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið svonefnda. Meira »

Vera Dags sé þegar farin að trufla

7.1. „Í hvert skipti þegar við í minnihlutanum komum með einhverja gagnrýni og meirihlutinn virðist vera rökþrota, erum við sökuð um pólítiska spilamennsku eða pólitískt leikrit,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Hún segist hafa gagnrýnt veru borgarstjóra í vinnuhópi um braggamál frá upphafi. Meira »

Lykti af pólitískri spilamennsku

5.1. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir kröfu Hildar Björnsdóttur um að borgarstjóri víki sæti úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður innri endurskoðunar um braggamálið svonefnda lykta af pólitískri spilamennsku og neitar að taka þátt í leikriti Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Mun líklega víkja á fyrsta fundi

4.1. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerir fastlega ráð fyrir því að víkja úr þriggja manna hópi sem á að rýna niður­stöður skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um bragga­málið á fyrsta fundi hans. Meira »

Segir fráleitt að Dagur víki

4.1. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir kröfu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að borgarstjóri víki úr þriggja manna hópi sem skipaður var 20. desember til að rýna niður­stöður skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um bragga­málið svo­nefnda, vera fráleita. Meira »

Eðlilegra að standa utan rýnihópsins

29.12. „Manni hefði fundist það eðlilegra ef Dagur B. [Eggertsson borgarstjóri] væri ekki í þessum hópi enda beinist þetta náttúrulega að einhverju leyti að honum sjálfum,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Deilt um stöðu borgarstjóra

28.12. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir það eðlilegt að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sitji í þriggja manna hópi sem skipaður er til að rýna í niðurstöður skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið svonefnda. Meira »

Oddvitar vilja afsögn borgarstjóra

24.12. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um kostnað vegna framkvæmda við braggann við Nauthólsveg varpar ljósi á gífurlega sóun á fjármunum borgarbúa. Þetta er einróma álit oddvita þeirra flokka sem mynda minnihlutann. Meira »

Vinnubrögð sem eigi ekki að líðast

23.12. Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fordæmir vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Meira »

Grasrót Pírata ræðir braggamál

23.12. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra enn njóta stuðnings Pírata í starfi. Hún segir flokk sinn þó eiga eftir að funda um stöðu hans í ljósi braggamálsins svonefnda í janúar næstkomandi. Þá mun koma í ljós hvort Píratar styðji Dag í embætti. Meira »