Bragginn í Nauthólsvík

Veikindadagar Dags ekki fleiri í bili

10.11. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn aftur á skrið. Hann fékk sýkingu í október sem hann var næmur fyrir. Þá tók hann sér leyfi en er nú mættur í fjölmiðla og gerir hreint fyrir sínum dyrum. Meira »

Dagur gerir ekki ráð fyrir að segja af sér

31.10. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri gerir ekki ráð fyrir að hann muni segja af sér vegna bragga­máls­ins svo­kall­aða. Þetta er meðal þess sem fram kom í viðtali Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, við borgarstjóra í þættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Meira »

Létu bóka beiðni um virðingu

26.10. Umsögn borgarlögmanns um fylgni við innkaupareglur í samningum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100 var lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær. Fulltrúar minnihlutans mótmæltu áliti borgarlögmanns og Vigdís Hauksdóttir sagði embætti borgarlögmanns „verja braggaskandalinn“. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

22.10. Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár eins og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA), greindi frá í morgun. Meira »

Framkvæmdum af hálfu borgarinnar lokið

22.10. Framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík af hálfu Reykjavíkurborgar er lokið og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið húsnæðið í notkun, að sögn Óla Jóns Hertervig, setts skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Sendu inn tilboð en heyrðu ekki meira

19.10. Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir borgina aldrei hafa verið haft samband við sig, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn tilboði. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

19.10. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Vigdís segir SEA vera dótakassa

19.10. „Ég hef kallað þessa skrifstofu dótakassann því þarna eru ýmis verkefni, eins og bragginn, sem ættu heima hjá umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í samtali við mbl.is, um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar (SEA). Meira »

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

18.10. Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

18.10. Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

18.10. Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

17.10. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Tillögu Sjálfstæðisflokks vísað frá

17.10. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fá utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á framkvæmd við braggann frá á fundi sínum sem stóð fram yfir miðnætti. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

17.10. Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

16.10. Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Segja innri endurskoðun störfum hlaðna

16.10. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fela eigi utanaðkomandi aðila að gera heildarúttekt á bragganum við Nauthólsveg og að falla skuli frá því að láta innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annast úttektina, þar sem hún sé önnum kafin við úttekt á Orkuveitunni. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

16.10. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

16.10. Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

15.10. „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

15.10. Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

15.10. Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

15.10. Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »

Grasrót Pírata krefst svara

13.10. „Þetta verkefni er ólíkt öllum öðrum verkefnum að því leyti að það var unnið alfarið á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði þar sem svona stórar framkvæmdir eru alla jafna. Það voru því allt öðruvísi verkferlar en hefði verið æskilegt við þetta verkefni.“ Meira »

Í hvað fóru allar milljónirnar?

12.10. Framkvæmdir við húsin þrjú við Nauthólsveg 100 sem samanstanda af bragga, náðhúsi og skemmu hafa vakið athygli síðustu vikur vegna hundraða millj­óna króna framúr­keyrslu í fram­kvæmd­um á húsunum á veg­um borg­ar­inn­ar. En í hvað fóru allar þessar milljónir? Meira »

Dagur farinn í veikindaleyfi

12.10. Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju.  Meira »

Fellt að skoða þátt borgarstjóra

11.10. Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavík í dag að fela innri endurskoðun borgarinnar að ráðast í heildarúttekt á endurgerð braggans við Nauthólsvík. Sjálfstæðismenn vildu óháða utanaðkomandi úttekt þar sem framganga borgarstjóra yrði meðal annars skoðuð en það var fellt af meirihlutanum. Meira »

„Okkur blöskrar gríðarlega“

11.10. „Okkur blöskrar gríðarlega, þetta er grafalvarlegt og við viljum gera það sem við getum til að tryggja að þetta mál verði upplýst að fullu,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Borgarstjórnarflokkur Pírata fór í vettvangsferð á framkvæmdasvæði braggans í Nauthólsvík í dag. Meira »

Innkaup vegna braggans verða skoðuð

11.10. Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, telur augljóst að skoða þurfi innkaupaþáttinn sérstaklega í tengslum við framkvæmdir á yfir 400 milljóna króna bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Ábyrgðin er borgarinnar

10.10. Arkibúllan hannaði endurbyggingu á Nauthólsvegi 100 í samræmi við óskir verkkaupa og eftirlit arkitektastofunnar fólst í því að fylgjast með því að iðnaðarmenn fylgdu teikningum og verkin væru sannanlega unnin. Verkið er unnið samkvæmt ákvörðun Reykjavíkurborgar. Meira »

Plöntur oft höfundarréttarvarðar

10.10. Stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsveg eru af dúnmelstegund. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður, sem kveður sér þó ekki kunnugt um hvaða yrki sé þar á ferðinni. Hann segir algengt að plöntur séu höfundarréttarvarðar. Meira »