Hryðjuverk á Nýja-Sjálandi

Moska í Christchurch opnuð á ný

08:20 Múslimar sneru í morgun aftur í aðalmoskuna í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrsta sinn eftir fjöldamorðið sem var framið þar á dögunum. Meira »

Sameinast gegn hatursorðræðu

í gær Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, hvetur til þess að þjóðir heims sameinist í baráttunni gegn hatursorðræðu. Hvort sem hún er í garð múslima eða gyðinga. Undir þetta taka leiðtogar fleiri múslímaríkja. Erdoğan hrósar forseta Nýja-Sjálands fyrir viðbrögð í kjölfar hryðjuverka þar í landi. Meira »

„Ástandið var hræðilegt“

21.3. Mjög rólegt er yfir öllu í Christchurch eftir hryðjuverkaárásirnar segir Eggert Eyjólfsson, læknir á bráðamóttökunni á sjúkrahúsi borgarinnar. Hann segir að ástandið hafi verið hræðilegt fyrst eftir árásirnar en á 2 tímum komu þangað 48 manns með alvarlega skotáverka. Meira »

Sagður látinn en er sprelllifandi

21.3. Ný og hert vopnalöggjöf tekur gildi á Nýja-Sjálandi 11. apríl. Lögreglan hefur beðið mann afsökunar sem var fyrir mistök nefndur sem eitt af fórnarlömbum ástralska vígamannsins. Maðurinn er sprelllifandi. Ástralskur álitsgjafi hefur reitt marga til reiði með ummælum sínum. Meira »

„Hann átti sér draum“

20.3. John Milne grætur þar sem hann skrifar bréf til sonar síns, Sayyad, sem er einn þeirra 50 sem ástralskur vígamaður myrti í Christchurch á föstudag. Hvað áttu að segja við dreng sem dreymdi um að spila fótbolta fyrir Manchester United en mun aldrei geta látið drauma sína rætast. Meira »

Feðgar jarðsettir í Christchurch

20.3. Útför fyrstu fórnarlamba árásarinnar í Christchurch fór fram í dag þegar feðgar frá Sýrlandi voru jarðsettir. Fleiri útfarir fara fram í dag. Annar maður hefur verið ákærður fyrir að dreifa streymi árásarmannsins á netinu. Meira »

Nei það var ekki kveikt í kirkju

19.3. Myndskeið sem sýnir árás á kirkju á Nýja-Sjálandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á föstudag hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og hafa fleiri hundruð þúsund manns horft á myndskeiðið. Það er hins vegar hundgamalt eða frá árinu 2013 og var tekið í Egyptalandi. Meira »

Verður aldrei nefndur á nafn

19.3. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, hefur heitið því að hún muni aldrei nefna árásarmanninn í Christchurch á nafn. Því eitt af mörgu sem hann ætlaði sér með hryðjuverkunum var að skapa sér orðstír. Meira »

Rannsaka ferðir Tarrant um Ísland

18.3. Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar nú ferðir hryðjuverkamannsins Brenton Harris Tarrant, sem myrti 50 í tveimur moskum í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag, um Ísland. Meira »

Svindlarar reyna að græða á árásinni

18.3. Stórtækir svikahrappar reyna nú að nýta sér góðmennsku almennings í Nýja-Sjálandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch fyrir helgi með því að óska eftir fjárframlögum með tölvupóstum. Meira »

1,5 milljónir myndbanda fjarlægðar

18.3. Facebook hefur fjarlægt 1,5 milljónir myndbanda sem sýna árásina sem var gerð í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Á sama tíma hefur samfélagsmiðillinn verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki tekist betur að stöðva útbreiðslu myndbandanna. Meira »

„Eggjadrengurinn“ hylltur á netinu

18.3. Ástralskur unglingur sem kastaði eggjum í ástralska öldungadeildarþingmanninn Fraser Anning er hylltur sem hetja á samfélagsmiðlum og hafa safnast tugþúsundir Ástralíudala til að greiða lögfræðikostnað hans vegna eggjakastsins. Meira »

Á yfir höfði sér dóm án fordæma

18.3. Vígamaðurinn sem drap fimmtíu manns á Nýja-Sjálandi á yfir höfði sér dóm sem engin fordæmi eru fyrir og án möguleika á reynslulausn. Maðurinn gæti þó komist hjá því að verða dæmdur fyrir hryðjuverk. Meira »

Ætlar að verja sig sjálfur

18.3. Byssulöggjöfin á Nýja-Sjálandi verður hert í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á föstudag. Vígamaður, sem trúir á yfirburði hvíta kynstofnsins, ætlar að verja sig sjálfur en hann er ákærður fyrir hryðjuverk í tveimur moskum í Christchurch. Meira »

Hatar ekki morðingja konu sinnar

17.3. „Eiginkona mín var myrt en ég hata ekki morðingjann,“ sagði Farid Ahmed en kona hans, Hosne Ahmed, var ein þeirra 50 sem létust í hryðjuverkaárásinni á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á föstudag. Meira »

„Ég hræddist hann aldrei“

17.3. Fjölmörg fórnarlömb og þeir sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Christchurch á föstudag sýndu mikla hetjudáð þegar árásarmaðurinn framdi voðaverkin í moskunum tveimur í borginni með þeim afleiðingum að 50 manns létu lífið. Meira »

Hryðjuverkamaðurinn kom til Íslands

17.3. Hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant, sem ákærður hefur verið fyrir morð eftir voðaverkin í Christchurch í Nýja-Sjáland þar sem 50 manns voru myrtir, kom til Íslands fyrir tveimur árum. Meira »

Fundu grunsamlegan pakka á flugvelli

17.3. Lögreglan á Nýja-Sjálandi lokaði seint á sunnudagskvöldi alþjóðaflugvellinum í Dunedin eftir að tilkynnt var um grunsamlegan pakka á flugbraut. Meira »

Fjölskylda árásarmannsins í áfalli

17.3. Fjölskylda mannsins sem var handtekinn fyrir hryðjuverkin í Christchurch á Nýja-Sjálandi, þar sem 50 manns voru myrtir, sagðist í dag vera eyðilögð vegna voðaverka mannsins. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld að afhenda líkin

17.3. Nýsjálendingar eru harmi slegnir vegna hryðjuverkaárásarinnar á föstudag en hjá aðstandendum fórnarlambanna fimmtíu kemst aðeins eitt að: Að fá lík ástvina sinna afhent. Töluverð spenna hefur myndast milli aðstandenda og yfirvalda vegna þessa. Meira »

Fórnarlömbin orðin fimmtíu

16.3. Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudags eru orðin fimmtíu. Þetta staðfesti nýsjálenska lögreglan eftir að búið var að fjarlægja lík úr moskunum tveimur. Meira »

Handtekinn vegna hatursfærslu

16.3. Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið karlmann á þrítugsaldri en maðurinn er grunaður um hatursfulla færslu á samfélagsmiðlum í kjölfar hryðjuverkanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Meira »

Safna fyrir fleiri eggjum

16.3. Söfn­un­ar­átak er hafið fyrir „eggjastrákinn“ sem skellti eggi í höfuð ástralska þingmannsins Fraser Ann­ing en þingmaðurinn hefur kennt múslimum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin í Christchurch. Meira »

Sögur fórnarlambanna í Christchurch

16.3. 49 manns létust í árás á tvær moskur í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag en nöfn þeirra sem létust hafa ekki öll verið gefin út opinberlega og lögreglan vinnur að því að bera kennsl á þau látnu. Meira »

Kenndi múslimum um árásina og var eggjaður

16.3. Eftur hryðjuverkaárásirnar í Nýja Sjálandi í gær steig ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Fraser Anning fram og kenndi múslimum og innflytjendastefnu Nýja Sjálands um ódæðið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að það væru múslimar sem væru fórnarlömb árásarinnar og gerandinn ástralskur öfgamaður. Meira »

Fyrsta fórnarlambið nafngreint

16.3. Daoud Nabi, 71 árs gamall maður sem kom upprunalega frá Afganistan, er sá fyrsti sem nafngreindur hefur verið opinberlega sem fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch á Nýja Sjálandi í gær. Fram kemur í fjölmiðlum að Omar, sonur Nabi, segi að faðir sinn hafi lýst Nýja Sjálandi sem hluta af paradís. Meira »

„Byssulög munu taka breytingum“

15.3. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, segir ljóst að í kjölfar árásarinnar í Christchurch muni almenningur kalla eftir breytingum á byssulöggjöf. Segist hún koma til með að styðja slíkar breytingar. Meira »

Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara

15.3. Hinn 28 ára gamli Brenton Tarrant var leiddur fyrir dómara á laugardagsmorgni í Nýja-Sjálandi. Hann er ákærður fyrir morð eftir hryðjuverkaárás sem hann framdi í tveimur moskum í Christchurch. 49 létust og tveir eru í lífshættu. Meira »

Hetja afvopnaði árásarmanninn

15.3. Ónafngreindum manni hefur verið lýst sem hetju vegna þess að honum tókst að ná skotvopni af hryðjuverkamanni sem ruddist inn í Linwood-moskuna í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Meira »

Hryðjuverkahrós tilkynnt til lögreglu

15.3. „Haturorðræða er undanfari hatursglæpa,“ segir Sema Erla Serdar, sem segist hafa tilkynnt ummæli tveggja íslenskra karla í athugasemdakerfi Vísis til lögreglu, en þeir hrósuðu þeim sem stóðu að baki ódæðinu í Christchurch í dag. Meira »