Kjararáð

Fylgi launum opinberra starfsmanna

13.6. „Fyrir það fyrsta er boðað að sett verði ný lög sem varða launaákvarðanir þeirra sem falla undir kjararáð. Þeim hefur nú verið fækkað á undanförnum árum,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Hækkanir þarf að leiðrétta

13.6. „Þessi aðgerð var nauðsynleg en hún dugar ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um þá ákvörðun Alþingis að leggja kjararáð niður. Meira »

Ríkisforstjórar reiðir kjararáði

11.6. Gissur Pétursson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir kjararáð eiga að ljúka þeim málum sem enn eru á borði ráðsins áður en það verður lagt niður. Meira »

Vill breyta kjörum æðstu embættismanna

26.4. Frumvarp um breytt fyrirkomulag á kjörum æðstu embættismanna ríkisins verður lagt fram á Alþingi í haust.  Meira »

Hækkaði laun kjararáðs um 7,3%

7.3. Daginn áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar leið undir lok sendi formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, bréf til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og óskaði eftir launahækkun fyrir þá sem sæti áttu í ráðinu. Meira »

Vilja bregðast við útafkeyrslu kjararáðs

15.2. ASÍ telur að kjararáð hafi farið langt umfram viðmið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá 2015 í ákvörðunum sínum um kjör æðstu stjórnenda ríkisins. „Ákvarðanir þess voru óskýrar, ógagnsæjar og samræmast ekki fyrirmælum í lögum um störf þess,“ segir í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér vegna skýrslu starfshóps um málefni kjararáðs sem kom út í dag. Meira »

Ákvarðanir kjararáðs standi

15.2. Gjörbreyta þarf núgildandi fyrirkomulagi í kringum kjararáð en ekki eru efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáði til framtíðar. Meira »

Óskar eftir sérstakri umræðu á þingi

4.12. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að ræða við nýsettan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, um sátt á vinnumarkaði og kjararáð, að því er segir í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

VR og Jón Þór stefna kjararáði

4.12. Stjórn VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni alþingismanni, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra á síðasta ári. Meira »

Hrundið af stað nýju „höfrungahlaupi“

27.6. Kjararáð, í umboði Alþingis, hefur „hvellsprengt“ launarammann, að sögn formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segir æðstu stofnun landsins hafa hleypt af stað „nýjasta höfrungahlaupinu“ sem aðilar vinnumarkaðarins hafi reynt að halda aftur af á síðustu árum. Meira »

Telur hækkunina vanhugsaða

27.6. „Þetta hjálpar okkur svo sannarlega ekki í komandi kjaraviðræðum og ég tel að þetta sé vanhugsað,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við nýjustu úrskurðum Kjararáðs. Meira »

Ríkisforstjórar fá milljónagreiðslur

26.6. Ríkisendurskoðandi hækkar um 29,5 prósent í launum og fær 4,7 milljóna króna eingreiðslu, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um 14,8 prósent og fær um fjögurra milljóna króna greiðslu, forsetaritari um 19,6 prósent og fær 1,8 milljónir króna, hagstofustjóri um 11,4 prósent og fær 1,2 milljónir í eingreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar um 12,8 prósent og fær 2,5 milljóna króna eingreiðslu. Meira »

Hækka laun embættismanna afturvirkt

24.6. Kjararáð hefur úrskurðað að laun sjö embættismanna og allra sendiherra skulu hækkuð og að launahækkunin skuli leiðrétt afturvirkt. Helgi Ingólfur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, er á meðal þeirra sem fær hækkun en laun hans hækka í tæpar 1,9 milljónir króna. Meira »

Nýr forstjóri Hörpu fær 1,3 milljónir

21.2.2017 Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss verða um 1,3 milljónir króna með yfirvinnu og álagi. Þetta kemur fram í úrskurði kjararáðs. Meira »

Laun Birnu lækka um 40%

21.2.2017 Kjararáð hefur lækkað laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, um 40%. Mánaðarlaun hennar verða núna 1.131.816 krónur. Meira »

Gefur 300 þúsund á mánuði

17.2.2017 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur gefið 300 þúsund krónur af launum sínum til góðgerðarmála undanfarna fjóra mánuði, eða frá því í nóvember þegar hann tilkynnti á Bessastöðum að hann myndi ekki þiggja um hálfrar milljónar króna launahækkun sem kjararáð hafði úrskurðað honum. Meira »

Hætta að miða við þingfararkaup

14.2.2017 Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt einróma breytingu á launakjörum bæjarfulltrúa sveitarfélagsins. Laun þeirra munu eftirleiðis taka mið af launavísitölu, í stað þingfararkaups eins og verið hefur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Meira »

Skortir vald til að breyta lögunum

3.2.2017 Forseti Alþingis segir að forsætisnefnd Alþingis sé búin að svara bréfi formanna stjórnmálaflokkanna með ákvörðun um lækkun á starfstengdum greiðslum til þingmanna. Meira »

Mótmæla „hálfkáki“ forsætisnefndar

2.2.2017 Forsætisnefnd Alþingis hefur fallið á fyrstu prófraun sinni og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu. Þetta er mat miðstjórnar Alþýðusambands Íslands, sem segir landsmönnum hafa ofboðið ákvörðun kjararáðs um „fordæmalausa“ hækkun launa og fasta greiðslna til alþingismanna. Meira »

Gagnrýnir breytingar forsætisnefndar

1.2.2017 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir dapurlegt að Alþingi ætli eingöngu að mæta gagnrýni á úrskurð kjararáðs með því að taka á kostnaðargreiðslum einum saman. Meira »

Leggur til lægri greiðslur til þingmanna

31.1.2017 Greiðslur til þingmanna munu lækka um sem svarar 150 þúsund króna launum á mánuði samkvæmt tillögum frá forseta Alþingis um breytingu á greiðslum til þingmanna sem formenn allra flokka óskuðu eftir. Ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups frá því á síðasta ári mun þó áfram standa. Meira »

Aðstoðarmenn með 1,2 milljónir á mánuði

12.1.2017 Laun aðstoðarmanna ráðherra eru ákvörðuð samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra í ráðuneyti. Miðað við síðustu hækkun kjararáðs á þeim launum fá aðstoðarmenn ráðherra tæpar 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun. Meira »

Frumvarp um kjararáð samþykkt

22.12.2016 Samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um kjararáð. Allir leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi voru flutningsmenn frumvarpsins. Meira »

Þverpólitískt frumvarp um kjararáð

13.12.2016 Frumvarp um breytingar á lögum um kjararáð verður lagt fram á Alþingi í dag. Er það aðeins lítið breytt frá síðasta löggjafarþingi, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði það fram. Nú eru flutningsmenn þess hins vegar formenn allra stjórnmálaflokkanna, auk Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanns Pírata. Meira »

Kröfu vegna kjararáðs hafnað

24.11.2016 Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfu forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem krafðist réttar síns eftir að hann og fleiri embættismenn voru lækkaðir í launum í kjölfar hrunsins. Upphaflega krafðist hann ógildingar ákvarðana kjararáðs. Allir dómarar sögðu sig frá málinu í héraði. Meira »

Kennarar komnir í Hagaskóla

15.11.2016 Grunnskólakennarar hafa fjölmennt í Hagaskóla þar sem fram fer fundur borgarstjórnar. Kennarar gengu þaðan af samstöðufundi í Háskólabíó. Borgarstjórn samþykkti fyrir stundu tillögu um óbreytt laun kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Þingmenn höfðu sömu kjör og kennarar

9.11.2016 Þingmenn og kennarar í gagnfræðaskólum fylgdust að í launakjörum á tímabilinu 1964 til 1971. Þetta kemur fram í svari Vísindavefs Háskóla Íslands við spurningu um hvort þingmenn og kennarar hafi eitt sinn haft sömu laun fyrir vinnu sína. Meira »

Kærir verði ákvörðun ekki breytt

8.11.2016 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kæra ákvörðun kjararáðs til dómstóla, verði ekki hætt við fyrirhugaðar launahækkanir þingmanna og ráðherra. Hann segir launahækkunina í besta falli ganga gegn tilgangi laga um kjararáð og sé í versta falli beint lögbrot. Meira »

Geta ekki lengur vikið sér undan ábyrgð

4.11.2016 Kennarar í Krikaskóla og Varmárskóla munu á mánudaginn afhenda bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ ályktun þar sem þeir lýsa yfir óánægju sinni með ákvörðun kjararáðs um launahækkanir, nú þegar samningar grunnskólakennara standa lausir. Nýlegur úrskurður kjararáðs sé kornið sem fylli mælinn. Meira »

Krefst róttækra breytinga á kjararáði

4.11.2016 Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands. Meira »