Kjararáð

Gögnin aðgengileg en samt ekki

14.2. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að taka til skoðunar á ný beiðni blaðamanns er sneri að afhendingu fundargerða kjararáðs, en ákvörðun ráðuneytisins um að vísa beiðninni frá byggðist á því að ráðuneytið taldi sig ekki búa yfir umræddum gögnum, að því er segir í úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála. Meira »

Katrín svarar athugasemdum ASÍ

28.8. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á vef Stjórnarráðsins, vegna yfirlýsingar Alþýðusambands Íslands í dag, þar sem fram kom að ummæli forsætisráðherra í Kastljósi í gærkvöldi hefðu verið bæði „efnislega röng og afar villandi“. Meira »

Engin gögn enn borist frá kjararáði

16.8. Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjalasafnið greinir á um hvorri stofnuninni beri að taka til greina beiðni um aðgang að fundargerðum kjararáðs. Skrifstofustjóri kjararáðs er enn í fullu starfi við að ganga frá skjalasafni ráðsins en hefur þó enn ekki haft samband við Þjóðskjalasafn. Meira »

Íhuga málsókn gegn ríkinu

12.7. Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Meira »

214.000 kr. hækkun án auglýsingar

10.7. Laun forstjóra Landspítalans voru hækkuð um 214.000 krónur með úrskurði kjararáðs árið 2011 án þess að kjararáð birti upplýsingar um það opinberlega. Þetta hefur mbl.is fengið staðfest frá fjármálaráðuneytinu. Meira »

3,5 milljóna eingreiðsla vegna kjararáðs

5.7. Forstjóri Landspítalans fékk greiddar rúmar sex milljónir nú um mánaðamótin eftir ákvörðun kjararáðs um launahækkanir frá í síðasta mánuði. Hann er einn 48 forstöðumanna ríkisstofnana hverra starf var „endurmetið“ í síðasta mánuði. Meira »

Launahækkunin hefur lítil áhrif

5.7. Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana um rúmlega 10% að meðaltali afturvirkt frá 1. desember 2017 hefur lítil áhrif á fjárlagagerðina sem nú er hafin. Þetta segir Anna Borgþórsdóttir Olsen hjá fjármálaráðuneytinu. Meira »

Eins og það hafi átt að klára staflann

4.7. „Úrskurðurinn er svolítið óvenjulegur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands (ASÍ), í samtali við mbl.is. 48 forstöðumenn ríkisstofnana fengu í gær bréf frá kjararáði þar sem þeim er tilkynnt um launahækkanir. Henný segir rökstuðning vanta í úrskurðinn. Meira »

Tvöfaldast í launum vegna yfirvinnu

4.7. Yfirvinnulaun ríkisforstjóra nema allt að helmingi heildarlauna, samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs sem birtur var í gær. Úrskurðurinn er birtur þremur dögum eftir að ráðið var fellt niður en sagður vera frá miðjum júní. Meira »

„Óþolandi orðræða“ fjármálaráðherra

4.7. „Þetta er allt á sömu bókina lært,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við síðasta verki kjararáðs; launahækkunum 48 forstöðumanna ríkisstofnana. Meira »

Fengu um 10,8% hækkun

4.7. Í gær barst 48 forstöðumönnum ríkisstofnana bréf frá kjararáði þar sem þeim er tilkynnt um úrskurð ráðsins um laun þeirra og starfskjör. Úrskurðurinn, sem dagsettur er 14. júní, var jafnframt birtur á vefsíðu kjararáðs í gær, en engin fréttatilkynning var send út um málið. Meira »

Er kjararáð ósnertanlegt?

2.7. „Er kjararáð ósnertanlegt?“ spyr VR sem segir það vonbrigði að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi vísað máli félagsins og þingmanns frá dómi. Meira »

Eftirlit dómstóla hafi brugðist

29.6. Frávísun á máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns og VR, vegna ákvörðunar kjararáðs um launakjör þingmanna og ráðherra árið 2016, mun hafa áhrif á komandi kjaraviðræður að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR og tekur Jón Þór í sama streng. Meira »

Máli Jóns Þórs og VR vísað frá dómi

29.6. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli VR og Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs 29. október árið 2016 um hækkun á þingfararkaupi alþingismanna og launakjörum ráðherra. Meira »

Fylgi launum opinberra starfsmanna

13.6. „Fyrir það fyrsta er boðað að sett verði ný lög sem varða launaákvarðanir þeirra sem falla undir kjararáð. Þeim hefur nú verið fækkað á undanförnum árum,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Hækkanir þarf að leiðrétta

13.6. „Þessi aðgerð var nauðsynleg en hún dugar ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um þá ákvörðun Alþingis að leggja kjararáð niður. Meira »

Ríkisforstjórar reiðir kjararáði

11.6. Gissur Pétursson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir kjararáð eiga að ljúka þeim málum sem enn eru á borði ráðsins áður en það verður lagt niður. Meira »

Vill breyta kjörum æðstu embættismanna

26.4. Frumvarp um breytt fyrirkomulag á kjörum æðstu embættismanna ríkisins verður lagt fram á Alþingi í haust.  Meira »

Hækkaði laun kjararáðs um 7,3%

7.3.2018 Daginn áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar leið undir lok sendi formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, bréf til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og óskaði eftir launahækkun fyrir þá sem sæti áttu í ráðinu. Meira »

Vilja bregðast við útafkeyrslu kjararáðs

15.2.2018 ASÍ telur að kjararáð hafi farið langt umfram viðmið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá 2015 í ákvörðunum sínum um kjör æðstu stjórnenda ríkisins. „Ákvarðanir þess voru óskýrar, ógagnsæjar og samræmast ekki fyrirmælum í lögum um störf þess,“ segir í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér vegna skýrslu starfshóps um málefni kjararáðs sem kom út í dag. Meira »

Ákvarðanir kjararáðs standi

15.2.2018 Gjörbreyta þarf núgildandi fyrirkomulagi í kringum kjararáð en ekki eru efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáði til framtíðar. Meira »

Óskar eftir sérstakri umræðu á þingi

4.12.2017 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að ræða við nýsettan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, um sátt á vinnumarkaði og kjararáð, að því er segir í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

VR og Jón Þór stefna kjararáði

4.12.2017 Stjórn VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni alþingismanni, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra á síðasta ári. Meira »

Hrundið af stað nýju „höfrungahlaupi“

27.6.2017 Kjararáð, í umboði Alþingis, hefur „hvellsprengt“ launarammann, að sögn formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segir æðstu stofnun landsins hafa hleypt af stað „nýjasta höfrungahlaupinu“ sem aðilar vinnumarkaðarins hafi reynt að halda aftur af á síðustu árum. Meira »

Telur hækkunina vanhugsaða

27.6.2017 „Þetta hjálpar okkur svo sannarlega ekki í komandi kjaraviðræðum og ég tel að þetta sé vanhugsað,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við nýjustu úrskurðum Kjararáðs. Meira »

Ríkisforstjórar fá milljónagreiðslur

26.6.2017 Ríkisendurskoðandi hækkar um 29,5 prósent í launum og fær 4,7 milljóna króna eingreiðslu, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um 14,8 prósent og fær um fjögurra milljóna króna greiðslu, forsetaritari um 19,6 prósent og fær 1,8 milljónir króna, hagstofustjóri um 11,4 prósent og fær 1,2 milljónir í eingreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar um 12,8 prósent og fær 2,5 milljóna króna eingreiðslu. Meira »

Hækka laun embættismanna afturvirkt

24.6.2017 Kjararáð hefur úrskurðað að laun sjö embættismanna og allra sendiherra skulu hækkuð og að launahækkunin skuli leiðrétt afturvirkt. Helgi Ingólfur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, er á meðal þeirra sem fær hækkun en laun hans hækka í tæpar 1,9 milljónir króna. Meira »

Nýr forstjóri Hörpu fær 1,3 milljónir

21.2.2017 Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss verða um 1,3 milljónir króna með yfirvinnu og álagi. Þetta kemur fram í úrskurði kjararáðs. Meira »

Laun Birnu lækka um 40%

21.2.2017 Kjararáð hefur lækkað laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, um 40%. Mánaðarlaun hennar verða núna 1.131.816 krónur. Meira »

Gefur 300 þúsund á mánuði

17.2.2017 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur gefið 300 þúsund krónur af launum sínum til góðgerðarmála undanfarna fjóra mánuði, eða frá því í nóvember þegar hann tilkynnti á Bessastöðum að hann myndi ekki þiggja um hálfrar milljónar króna launahækkun sem kjararáð hafði úrskurðað honum. Meira »