Skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar

Leiðréttingin heppnaðist „frábærlega“

21.2.2017 Forsætisráðherra segir að leiðréttingin hafi heppnast frábærlega vel. „Þegar vel er að gáð má sjá að við höfum náð langtum meiri árangri en aðrir sem sitja eftir með miklar skuldir hjá heimilum víða um Norðurlöndin,“ sagði Bjarni Benediktsson um skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Meira »

Er forsætisráðherra sáttur við frammistöðuna?

6.2.2017 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvers vegna tvær skýrslur sem hann lét vinna sem fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn birtust ekki fyrr en seint og um síðir í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar

28.1.2017 Vinnsla skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána, leiðréttinguna, lauk um miðjan október í fyrra áður en síðustu alþingiskosningar fóru fram. Fyrstu efnisgrein skýrslunnar var bætt við hana núna í janúar og var hún í framhaldinu birt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 18. janúar. Meira »

Tekjuhæstu 10% fengu 22 milljarða

18.1.2017 Þau tíu prósent landsmanna sem þénuðu mest á árinu 2014 fengu tæplega 30% þeirra 72,2 milljarða króna sem ráðstafað var í höfuðstólsleiðréttingar fasteignaveðlána af síðustu ríkisstjórn. Alls fór 86% af leiðréttingunni til tekjuhærri helmings þjóðarinnar en 14% til þess tekjulægri. Meira »

Leiðréttingin greidd að fullu

22.1.2016 Nýlega var gengið frá lokauppgjöri milli ríkissjóðs og fjármálafyrirtækja vegna höfuðstólsleiðréttingar fasteignaveðlána. Greiðslan var lokaáfangi í framkvæmd aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Meira »

Handbært fé neikvætt vegna leiðréttingarinnar

13.1.2016 Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði síðasta árs var neikvætt um 17,9 milljarða króna samanborið við jákvætt handbært fé upp á 38,6 milljarða 2014. Þessi viðsnúningur milli ára skýrist að stórum hluta með því að leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána sem gjaldfærð var í lok ársins 2014 kom til greiðslu nú í byrjun árs 2015. Meira »

Krafist greiðslu á leiðréttingunni

28.12.2015 Fjölmargir hafa hringt í Íbúðalánasjóð í dag. Undrandi yfir því að hafa fengið greiðslukröfu frá sjóðnum vegna láns er hljóðar upp á nákvæmlega sömu upphæð og fengin var úr leiðréttingunni. Meira »

Deilt um lækkun húsnæðislána

30.6.2015 Lækkun á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána var þingmönnum efst í huga á Alþingi í morgun í umræðum um störf þingsins. Tilefnið var skýrsla Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Meira »

Tekjuhæstu fengu 1,5 milljarðs lækkun

29.6.2015 Heimili sem fengu lækkun höfuðstóls húsnæðislána í aðgerðum ríkisstjórnarinnar og greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 voru 1.250 eða um 2% þeirra sem fengu lækkun. Þetta kemur í skýrslu fjármálaráðherra um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána. Meira »

Sparnaður í vexti í stað höfuðstóls

18.5.2015 Fjölmörg dæmi eru um að séreignarlífeyrissparnaður sem fara átti inn á höfuðstól húsnæðislána hafi þess í stað farið í að greiða niður vexti á lánum. Meira »

„Það sem tekið er í burtu hækkar ekki“

21.4.2015 „Það er eitt mikilvægasta hagsmunamál okkar allra að halda aftur af verðbólgunni. En það er alveg ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning fólks af leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki. Því að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki.“ Meira »

Önnur hver króna í raun styrkur

26.3.2015 Önnur hver króna sem Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar út er í raun eins konar styrkur þar sem einungis um helmingur þess sem lánað er út endurheimtist að raunvirði. Meira »

99,4% samþykktu leiðréttinguna

24.3.2015 Alls samþykktu 99,4% rástöfun leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána, en fresturinn rann út á miðnætti. 553 samþykktu ekki ráðstöfunina. Meira »

Um þúsund eiga eftir að samþykkja

23.3.2015 Tæplega eitt þúsund þeirra sem þurfa að samþykkja leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána fyrir miðnætti hafa ekki enn samþykkt. Vitað er að hluti þeirra mun ekki nýta sér leiðréttinguna, segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Meira »

Sex þúsund eftir að samþykkja

11.3.2015 „Það eru einhver rúmlega sex þúsund sem eiga eftir að samþykkja,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri spurður um stöðuna varðandi lækkun höfuðstóls húsnæðislána en frestur til þess að samþykkja hana rennur út 23. mars. Meira »

Lögum um nauðungasölur breytt

27.2.2015 Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um nauðungarsölur, sem felur í sér að gerðarþoli sem sótt hefur um leiðréttingu fasteignaveðlána en ekki fengið endanlega niðurstöðu geti óskað eftir fresti á nauðungarsölu. Heimildin til að taka ákvörðun um frestun fellur niður 1. október nk. Meira »

Niðurfærslan kostað 427 milljónir króna

17.2.2015 Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmd og kynningu á niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra fasteignaveðlána verði samtals 427,3 milljónir króna vegna áranna 2014 og 2015. Meira »

Óvissa um fjármögnun leiðréttingarinnar

20.1.2015 Að mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's (S&P) ríkir nokkur óvissa um fjármögnun leiðréttingarinnar svokölluðu. Meira »

Kostnaðurinn tæpar 200 milljónir

13.1.2015 Þetta kemur fram í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur, þingflokksformanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um innleiðingu rafrænna skilríkja. Meira »

Breytingum á lánum lýkur í vikunni

7.1.2015 Talsverð vinna hefur verið við að keyra í gegn breytingar í kerfi Íbúðalánasjóðs vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í þessari viku samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum. Meira »

Greiða uppgreiðslugjald

6.1.2015 Viðskiptavinir Arion banka munu greiða uppgreiðslugjald þegar séreignarsparnaður verður greiddur inn á höfuðstól lána þeirra í tengslum við leiðréttinguna, kveði skuldabréfið á um slík gjöld. Lántakar greiða aftur á móti ekki uppgreiðslugjöld vegna höfuðstólsleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. Meira »

Ekki hægt að samþykkja í Apple

30.12.2014 Eigendur Apple tölva geta ekki samþykkt leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í tölvunni þar sem stýrikerfið styður ekki notkun skilríkjanna. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, bendir þeim sem lenda í fyrrgreindum vandræðum á að fá sér rafræn skilríki í símann. Meira »

Hnökrarnir lagfærðir snarlega

23.12.2014 Hnökrar sem urðu á samþykktarferlinu á höfuðstólslækkun húsnæðisskulda hafa verið lagfærðir að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Brugðist var skjótt og við og mannskapur kallaður út til þess koma málum í lag. Meira »

Hnökrar á samþykktarferlinu

23.12.2014 „Það hefur einn og einn umsækjandi lent í hnökrum en síðast þegar ég vissi voru vel á fjórða hundrað búnir að samþykkja. Þannig að þetta er eitthvað tilfallandi,“ segir ríkisskattstjóri en borið hefur á því að umsækjendur um höfuðstólslækkun húsnæðislána hafa ekki getað samþykkt lækkunina. Meira »

Hægt að staðfesta skuldalækkunina

23.12.2014 Þeir sem rétt eiga á lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda geta nú farið inn á vefsíðuna www.leidretting.is og staðfest hana en opnað var fyrir staðfestinguna skömmu eftir hádegi í dag, en til þess þarf rafræn skilríki. Meira »

Hægt að staðfesta lækkunina á morgun

22.12.2014 Hægt verður að samþykkja lækkun höfuðstóls íbúðalána vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar frá og með morgundeginum. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri höfuðstólslækkunarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Skuldalækkun með jólasteikinni

18.12.2014 „Við vonumst til þess að hægt verði að opna á þetta um eða upp úr næstu helgi. Þá ætti öllum prófunum að vera lokið. Þetta er dálítið viðamikið verkefni og skiptir miklu að það séu ekki neinar villur í gögnunum sem við erum að fá.“ Meira »

„Birtum kannski eitthvað síðar“

11.12.2014 „Hvoru tveggja gengur ekki upp. Að sú kynning hafi byggst á fullnægjandi upplýsingum en núna mánuði seinna geti ráðherra engu svarað,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag. Meira »

Svar ráðherrans ekki boðlegt

10.12.2014 „Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð og það gerir okkur háttvirtum þingmönnum ómögulegt að sinna eftirlitshlutverki okkar ef hæstvirtir ráðherrar komast upp með að senda svona óboðleg svör frá sér.“ Meira »

Svarar með skýrslu á vorþingi

9.12.2014 Fjármálaráðherra hyggst leggja fram ítarlega skýrslu um niðurstöður höfuðstólslækkunar húsnæðislána á vorþingi. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar við þremur skriflegum fyrirspurnum sem hafa verið lagðar fram í þinginu. Meira »