Haltu þér fast! Febrúarspá Siggu Kling er rosaleg

Febrúarspá Siggu Kling er mætt á mbl.is! Ef þú ert í vafa um hvaða ákvarðanir þú ættir að taka, hvort þú finnir þér loksins framtíðarmaka eða hvort þú munir deyja úr leiðindum í febrúar þá er góður leiðarvísir hér: 

Elsku Vatnsberinn minn,

það er hægt að segja með sanni að núna sé allt að gerast og þú sérð svo sannarlega Alheiminn hreyfast fyrir augunum á þér. Janúarmánuður er svoleiðis búinn að skrifa inn töluverða streitu og í þessum krafti streitunnar verður útkoman spennandi.

Að sjálfsögðu viltu hafa lífið bara einfalt, öruggt, gott og blítt, en þér á eftir að finnast gaman í þessum glaða og skemmtilega rússíbana sem þú ert í eða ert að fara í. Það er eins og þú getir tekið ákvarðanir á leifturhraða, hent þeim út í orkuna og það sem þú óskar byrjar að gerast, svo hafðu óskirnar fallegar.

Elsku Fiskurinn minn,

það er eins og merkilegasta fólk í heimi fæðist í Fiskamerkinu og það eru svo margir í þessu merki sem hafa verið áhrifavaldar í mínu lífi og ég ber ómælda virðingu fyrir.

Það er að byrja hjá þér 100 daga tímabilið, sem endurnýjar svo afskaplega mikið bæði í orkunni þinni, hugsunum og í því sem er að gerast í kringum þig og þú ert að læra svo margt og mikið sem hjálpar þér til þess að verða þín eigin fyrirmynd og áhrifavaldur.

Þegar líður á þennan tíma verður vart nokkuð sem getur bitið þig, eins og þú eldist um 100 ár í visku og þú lítur svo miklu betur út vegna þess að þú veist svo sterkt muninn á réttu og röngu, svo það skín út frá þér friður sem ég get ekki sagt að sé endilega algeng tilfinning hjá þér elskan mín.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/eins_og_merkilegasta_folk_i_heimi_faedist_i_fiskame/

Elsku Hrúturinn minn,

það er ekkert í boði í stöðunni annað en að halda áfram á fullri ferð og til þess að breyta lífinu þarf oft bara eina ákvörðun, en það þarf að taka hana og standa við hana, og þú verður svo aldeilis feginn þegar þú sérð þetta og hversu auðvelt allt verður þegar ákvörðunin hefur verið tekin. Það er eins og létti og birti til, veðrið í lífi þínu verður eins og best verður á kosið og þér líður vel.

Þú átt eftir að leika þér mikið á næstunni og leyfa þér kæruleysi, já ég sagði leyfa þér það, því það er ekki algengt að þú sért kærulaus. En þegar þú meðvitað leyfir þér að sleppa tökunum, þá skemmtir sér enginn eins vel og þú.

Það er mikill „rythmi“ í lífinu þínu og svo margt sem þú ert að takast á við í augnablikinu, en það sem þú ert að opna fyrir og gera er líka lykillinn að því að láta drauma rætast. Þú getur heldur ekki látið öllum í fjölskyldunni líka svo ofur vel við þig, því það er að valda of miklu stressi og streitu hjá þér að halda öllu og öllum góðum.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/haltu_afram_a_fullri_ferd/

Elsku Nautið mitt, 

þú ert að fara inn í tímabil litríkra tilfinninga og þakklætis og þú munt elska af heilum hug og það myndast svo mikil dýpt og skilningur í hjarta þínu á aðstæðum þínum og þinna nánustu. Frelsi og friður mun yfirtaka þungar hugsanir og áhyggjur, með þessari dýpt og þegar þú svo sannarlega finnur og skynjar þetta þá rífurðu af þér öll bönd sem haldið hafa þér niðri.

Fyrirgefning verður sterk hjá þér næstu mánuði, þú fyrirgefur sjálfum þér og öðrum og leyfir þér að vera umvafinn þessum dásamlegu fallegu tilfinningum, sortera margt og mikið í kringum þig og næra þig á því sem gefur lífinu virkilega gildi. Hræðsla tengd peningum og afkomu minnkar og um leið og þú hættir að mata hræðsluna og veita henni athygli þá koma peningar úr öðrum áttum en þú bjóst við, og þér finnst lífið skemmtilegra því þú ert tilbúinn.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/timabil_litrikra_tilfinninga_og_thakklaetis/

Elsku hjartans Krabbinn minn,

það er eins og þú sért að upplifa fæðingu, þú ert að ganga í gegnum tímabil þar sem þú óttast að ekkert virki eins vel og þú vilt og í þessari stöðu sérðu svo miklu skýrar eitthvað nýtt eða gamalt sem þú getur breytt í eitthvað magnað.

Þegar myrkrið er mest eru möguleikarnir flestir því það er í eðli þínu að breyta ósigrum í sigra, þú getur sagt margar sögur um það. Núna heldurðu áfram af mun meira kappi en þú bjóst við, þú skrifar, skapar eða hrindir í framkvæmd nýjum verkefnum sem þú bjóst jafnvel ekki við þú gætir eða myndir framkvæma.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/thu_breytir_osigrum_i_sigra/

Elsku Ljónið mitt,

ég ætla að staðhæfa það að fallegasta fólkið býr í þessu merki, það er alveg með ólíkindum hvað þið standið alltaf upp úr, þið eruð svo tindrandi og tignarleg. Það hefur svo sannarlega mikið gengið á hjá þér í tilfinningum, umhverfi og líðan sem helst að sjálfsögðu allt í hendur, en þú hefur svo innilega kraftinn til að berjast og það er svo skemmtilega absúrd setning sem ég sendi þér, að þú þarft stundum að feika það þangað til þú meikar það.

Þú skalt bera þig vel, sama hverjar kringumstæðurnar eru, það er mikill sprengikraftur í kringum þig sem gæti þeytt þér langar leiðir án þess að þú ætlaðir þér það og þessar sérkennilegu aðstæður verða þér gjöfular og endurreisa þig í þeirri mynd sem þú vilt vera.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/fallegasta_folkid_er_i_ljonsmerkinu/

Elsku Meyjan mín,

þú ert eitthvað að halda þér í skefjum og að passa of mikið upp á að allt sé rétt og í lagi. Undirstöðurnar þínar eru góðar og þú ert vel metin, en það er ekki langt síðan þú braust sjálfa þig niður eða einhver atburður bugaði þig andlega og stoppaði þig í að blómstra sem þú sannarlega hefur kraft og atorku til að gera, en það getur læðst að þér gamall kvíði sem á ekkert erindi til þín í dag.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/februar_manudur_gefur_ther_eldspuandi_kraft/

Elsku Vogin mín,

þú ert svo dásamlega gjafmild og heillandi og allt verður alveg fullkomið ef þú lærir að útiloka sífelld vandamál, erfiðleika eða hávaða annarra, þú þarft að segja nei þegar hugurinn heltekur og lamar þig af neikvæðri orku annarra. Þú þarft kerfisbundið að segja nei við hugann og æfa þig í þessu eins og þú sért að fara í próf, þetta er það eina sem er að stöðva að líf þitt sé fullkomið.

Þú hefur óbilandi dug til að takast á við stóra og strembna hluti, þetta er mánuður skipulags og þú þarft að setja þér það fyrir hvernig þú ætlar að útfæra næstu mánuði í þínu lífi og febrúar færir þér öll þau verkfæri sem þig vantar, og þú hefur nægan tíma þótt þú sért alltaf á fartinni.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/thu_getur_tekist_a_vid_allt/

Elsku Sporðdrekinn minn,

það er búið að vera ýmislegt að gerast í kringum þig sem þú ert ekki alveg viss um hvernig þú átt að leysa eða hvernig þú átt að haga þér. Vertu alveg rólegur, notaðu þrjóskuna þér til hjálpar og þetta gengur allt saman framar öllum vonum.

Erfiðleikar eða álag innan fjölskyldunnar hjálpar ykkur að þéttast saman og eiga betri stundir, það er svo skrýtið að af erfiðleikunum verður útkoman oftast meiri kærleikur og þó að það sé streita í kringum þig í starfinu, er það eitthvað sem þú átt að leiða hjá þér.  Þú ert með svo yndislega orku og hefur svo góð áhrif í kringum þig, þó að þér líði ekki alltaf sem best.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/februar_eflir_thig_andlega/

Elsku Bogmaðurinn minn,

það er búið að ganga á ýmsu, en þú ert búinn að ákveða að þetta ár verði margfalt betra en í fyrra og ég get alveg skrifað undir það. Febrúar gefur þér útkomur og sýnir þér hvar þú stendur í lífinu, því síðustu þrír mánuðir eru aldeilis búnir að marka líf þitt.

Núna er komið að uppgjöri og með svolitlum tilfærslum þá lítur þessi mánuður afskaplega vel út, sjötta skilningarvitið þitt er eitthvað svo kraftmikið og tengt við mikinn árangur og að slaka á er lykillinn að framhaldinu.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/thu_munt_finna_framtidarmakann/

Elsku Steingeitin mín,

það er ekkert í lífinu sem kallast að eiga við ofurefli að etja þegar þú átt í hlut, þú ert eins og danska hafmeyjan, það skiptir engu máli hvaða áföll hafa dunið á henni, hún er alltaf á sínum stað og verður til eilífðar.

Það taka kannski ekki allir eftir því hversu margbreytileg manneskja þú ert, líkt og hafmeyjan er bara lítil stytta, en þegar þú þarft að byggja brýr og hreyfa við lífinu þá stoppar þig enginn.

https://www.mbl.is/smartland/sigga-kling/2020/01/30/eitthvad_ur_fortidinni_thyrlast_upp_a_yfirbordid/

mbl.is