Krabbinn: Þetta tímabil er einhverskonar keppni

Elsku Krabbinn minn,

þú ert að fara inn í svo margbreytilegt líf sem tengir þig við miklar tilfinningar.  Hjá sumum eru erfiðleikar í samböndum eða ástartengingum  og annaðhvort verðurðu að duga eða drepast. Þetta þýðir að þú þarft að stoppa alla leiki og ákveða með hverjum þú vilt deila tímanum með og þetta er svo kröftug tíðni því þú átt afmæli á miðju sumri. Að sjálfsögðu viltu að allt gangi vel, en þá þarftu líka að vera tilbúinn að setja allt undir. Þetta er spennandi og hraður tími, það verður ekkert einasta augnablik andlaust.

Þú kemur sjálfum þér mest á óvart og trúir jafnvel ekki hvaða skref þú ætlar að taka. En öll verða þau þó í rétta átt, geta tekið tíma eða jafnvel gerst á næsta augnabliki. Þetta tímabil er einhverskonar keppni og þú ert að finna þér rétta liðsheild fyrir þessa keppni. Mikið af gömlum vinum og gömlum tíma birtist þér og styrkur þinn er það góður að þú þarft í raun ekki að hafa neinar áhyggjur, og það er valkostur. Alveg sama þó þér finnist þú hafa gert mistök og þó þú hafir gert þau, þá munu allir fyrirgefa þér því þú ert elskaður. Svo ekki hafa móral yfir neinu, þú hefur ekkert til að skammast þín yfir.

Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum mínum og þar færðu töluna sex sem er tala ástarinnar og fjölskyldunnar og þetta spil er líka tákn freistinga. Freistingar geta verið dásamlegar en stundum hættulegar, svo varastu þær. Peningar eru á leiðinni til þín og það er alltaf gott að hafa þá. Það verður svo sannarlega aflslappandi og skemmtilega fyrir þig að eyða þeim og þér heldur áfram að ganga vel í sambandi við fjármál og þarft ekki að neita þér um neitt. Þú getur klifið upp metorðastigann og náð þeim árangri sem þú vilt, en leiddu líka hugann að því hvar og hvernig þú vilt hafa ástina. Lífið hefur lag á því að leysa vandamál því þú hugsar í lausnum. Þann 21 júní er nýtt tungl sem er í Krabbamerkinu og þá er sérstaklega góður tími fyrir þig að setja fram þær óskir sem þú vilt sjá í lífi þínu, því á þessum tíma gerast töfrar.

Koss og knús, Sigga Kling

Frægðir í Krabbanum: 

Auðunn Blöndal, dægurstjarna, 8. júlí

Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. 10. júlí

Ásdís Halla Bragadóttir, athafnakona, 6. júlí

Guðni Th.Jóhannesson, forseti Íslands, 26. júní

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí

Ariana Grande, tónlistarmaður, 26. júní

Meryl Streep, leikkona, 22. júní

mbl.is