Vatnsberinn: Þú lætur eins og þú eigir fullt af peningum

Elsku Vatnsberinn minn,

þig langar að ýta svo mörgu af stað, svo allt sem þú hafir ákveðið fari að birtast eins og þú vilt hafa það. Núna stendur lífið svolítið kyrrt, njóttu þess bara að vera lifandi. Þakkaðu fyrir það sem þú hefur og blessaðu þá sem eru í kringum þig, hvort sem þér líkar vel við þá eður ei. Láttu reiði alveg eiga sig, því hún er bæði hundleiðinleg og smitandi.

Júpíter er sérstaklega sterkur yfir sem er svo spennandi og í þeirri orku muntu skynja betur ghvernig þér getur liðið mun betur andlega. Og þú finnur leiðir til að bæta bæði heilsu og hug, sérð og finnur svo vel hvað er rétt eða rangt og þú tekur ákvarðanir sem eru byggðar á þolinmæði.

Það er svo áberandi hvað þú hefur skýrt og fallegt egó, en það er gott fyrir þig að gera þér sterka grein fyrir því að það er bara réttast að henda egóinu eins mikið og þú getur og fyllast af auðmýkt.

Það er eins og þú hafir hendur fullar af peningum og þú kastar þeim og færð allar réttu tölurnar. Þú munt engan veginn skilja hvernig það sem á eftir að gerast er mögulegt. En það er ekki þitt að skilja, heldur vertu bara alveg rólegur, það kemur sá tímapunktur að það sem þú ert að hafa áhyggjur af leysist á einum degi.

Þó að þolinmæði sé blessun, þá skaltu samt velja félagsskap þinn vel. Það er svo opið tilfinningakerfið þitt að manneskjur í kringum þig sem virða ekki mörk, geta sært þig vitandi eða óafvitandi.

Þú virðist horfa svolítið til fortíðar, þeir sem eru á lausu en hafa átt gamalt samband gætu endurnýjað það. Þú endurnýjar svo margt sem tengist fortíðinni og hinu gamla og góða og finnur hamingjuna hríslast um þig allann. Því maður sér ekki svo skýrt þegar hlutirnir eða manneskjur eru beint fyrir framan nefið á manni, en ástin mun umvefja þig.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál