Fiskurinn: 2021 verður mjög spennandi ár

Elsku Fiskurinn minn,

árið þitt byrjar eins og glitský á himni, eitthvað svo óraunverulegt og eitthvað svo fallegt og gefandi. Ég fór hreinlega að gráta þegar ég sá glitskýin sem vermdu flestalla landshluta síðustu daga ársins. Þau tákna að eitthvað svo óraunverulega gott sé í aðsigi. Þú vinnur þig út úr allri sorg og sút sem hefur lamið þig og þú lætur ekkert minna en regnbogann duga.

Þú verður mjög spenntur fyrir tilverunni þessa næstu mánuði sem heilsa þér og þar af leiðandi færðu spennandi tíma. Ef þú hefur áhyggjur af fjármálunum þínum, þá leysast þau um leið og þú horfist í augu við þau, því möguleikarnir eru allt um kring.

Þú átt eftir að finna hversu orðheppinn og næmur þú ert, og þar sem þið Fiskarnir eruð tengdir vatnsorkunni gefur þessi öld Vatnsberans þér svo mikla fyllingu í hjarta og trú á því að þú getir, að það er fátt sem getur haldið þér niðri. Það eru spennandi tímar að mæta þér fram á vorið og þú lætur orðin tala og hugmyndir gerast. Hvort sem þú ert í vinnu eða skóla, þá verður útkoman góð á vormánuðum.

Ef þér finnst að þú þurfir einhverja hjálp, leitaðu þá aðstoðar núna, því enginn annar tími er réttur til þess. Þú þarft að vilja af öllu hjarta og án nokkurra fordóma að láta þér líða vel og þú átt að gera allt til þess að hamingjan flæði í huga þínum.

Það sem þú ert að gera næstu sex mánuði byggir upp sterkar stoðir í kringum þig fyrir allt árið. Þegar þú ert búinn að skoða fjármálin sérðu þú getur fjárfest í einhverju merkilegu og þá er það eitthvað sem þér þykir merkilegt. Það eru peningar þarna, náðu í þá, en þú þarft að vera þolinmóður alveg eins og þú sért að veiða fisk, setja rétta beitu á og bíða. Þá verður útkoman eins og flæði af fersku vatni.

Það er hætta á hvatvísi í ástinni en á sama tíma er líka hætta á þú umfaðmir ekki ástina nóg og gefir henni ekki nógu mikið til að hún sé, skoðaðu þetta vel. Þetta er tíminn sem þú byggir, breytir og bætir öllu því sem þú vilt láta vaxa í kringum þig. Gerðu engann reiðan, því þú nennir ekki slagsmálum og það er svo satt að fiskurinn á að sigla milli skers og bryggju eins gamalt máltæki segir. Og þó þú haldir áfram á fullri ferð, lokaðu ekki á það sem tengist fortíðinni of fast, því það getur vel verið að þú viljir hleypa einhverjum parti af henni inn aftur. Svo hafðu alla möguleika opna eins og Framsóknarmenn.  Þú munt efla mátt, en á sömu stundu sýna sátt og með því leysist krossgáta ársins 2021, ÞÚ ERT BESTUR.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál