Vatnsberinn: Þú verður hoppandi kátur þetta árið

Elsku Vatnsberinn minn,

nú er öld Vatnsberans gengin í garð og þú verður svo hoppandi kátur þetta árið. Þú tengir þig við móður Jörð af öllu hjarta og finnur hippann sem í þér býr. Þú átt eftir að aðhyllast allskyns kenningum sem tengjast friðnum og þannig finna ljósið skína svo skært í kringum þig, svona eins og vinkona okkar Yoko Ono lét gera í Viðey. Þú sérð svo skýrt hvað er rétt og hvað er rangt og lærir með tilþrifum að fara milliveginn. Þú semur þér í hag í sambandi við ólíklegustu hluti. Og ef þú ert að skoða það að skipta um heimili þá finnurðu himneskan stað, ef þú hefur ekki nú þegar fundið hann.

Þú leyfir þér kæruleysi, því þú átt það skilið. Þú þarft svo mikið frelsi litli hippinn minn og þar af leiðandi má enginn ráða yfir þér eða stjórna eins og þú værir bara peð í taflinu. Þetta gerist líka hvort sem þú ert að vinna hjá sjálfum þér, ert í námi eða hvað sem er, að þú átt eftir að fá meira frelsi til að gera meira við tíma þinn sem gleður þig.

Sumarið verður þægilegt og það er það besta sem þú getur hugsað þér, alveg eins og vatnið í ánni flýtur áreynslulaust út í sjó, svo bjart og fagurt verður sumarið þitt. Þú lítur öðrum augun á lífið og tilgang þess og uppfyllir þínar þrár og langanir. Ástin er með þér í för, leyfðu henni að vera þér samferða. Leitastu eftir því að horfa ekki á einhuverja litla galla hjá þeim sem þú elskar eða verður ástfanginn af, heldur er það stóra myndin sem skiptir máli. Síðustu sex mánuðir á árinu verða enn betri en fyrstu sex, svo leyfðu þér að hlakka til, því það er ekki útkoman sem skiptir öllu, heldur ferðalagið að útkomunni sjálfri.

Þessi andlega orka sem þú færð í ómældu magni nýtist þér til að fá hvern þann sem þú vilt með þér í þennan leiðangur. Þú kemur sjálfum þér á óvart þegar þú sérð þær breytingar sem eiga sér stað, bæði innra með þér og í kringum þig.

Öll erum við mannleg, kannski því miður og þú þarft ekki að skammast þín fyrir neitt og alls alls ekki breyta þér fyrir aðra. Því þú ert eins fullkominn og hægt er, en stundum er það bara ein setning sem einhver sagði við þig sem festist í frumunum þínum sem dregur þig niður.

Það gefur þér engar undirtektir ef þú kvartar og kveinar og þó þú hafir gengið í gegnum erfiða tíma, því þetta kallast bara lífið sjálft. Þú hefur ekki tapað neinu þó þér finnist það og ert á tíma frelsis, hugrekkis og heilsusamlegs lífs.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál