Sporðdrekinn: Þú færð aukinn andlegan styrk og betri heilsu

Elsku Sporðdrekinn minn,

janúar fer rólega af stað og þú munt svo sannarlega elska það að hafa bara rómantík og kertaljós, horfa á góðar myndir og slaka á ef þú mörgulega getur. Það er ekkert sem snarsnýr veröldinni þinni í upphafi árs 2021 en gefur þér samt svo mikla möguleika á því að líma það saman sem hefur brotnað á síðasta ári. Þér tengist hin fallega heilaga tala sjö og það sem hún gefur þér er andlegur styrkur og betri heilsa. Hún færir þér einnig tækifæri til að taka þig á í þeim þáttum sem þú vilt vinna í, sem eru náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú þú sjálfur.

Það eru svo sannarlega góðir mánuðir að birtast þér og til þess að þú sjáir það verður þú að skilja og vita hvað í raun og verið er mikilvægt. Þú getur pirrað þig á vinnu eða veröldinni og ef þér finnst að eitthvað sé að gera þér grikk, þá er það í raun og veru ekki satt heldur bara þín eigin hugsun og þitt egó. Allt í lífinu okkar eru venjur; þú setur öryggisbeltið á þig, sem er venja, burstar tennurnar hálfsofandi, það er venja og þú gerir margoft hluti sem þú vilt ekki, því þú venur þig á það. Þú ert að brjótast út úr þeim vana sem þér hefur fundist vera hindrun þín og þetta getur skapað kvíða. Kvíði skapar stress sem er ávísun á frestunarorku sem skapar svo þunga lund. Ekkert af þessu tengist aga, heldur ertu að brjótast út úr viðjum vanans og tilvera þín næstu mánuði hjálpar þér til þess að sjá hvaða tækni þú ætlar að nota. Ógerlegt er orð sem ekki ætti að vera til fyrir þig, og heldur ekki sögnin að reyna. Taktu einn dag í einu og lifðu í dagþéttri veröld, þá flýgurðu upp úr eldinum eins og fuglinn Fönix.

Þú átt eftir að einsetja þér á þessu tímabili að hlusta með einlægum áhuga á aðra og það er í raun og veru það sem maður vill að aðrir geri fyrir sig. Með því snertirðu hjörtu annarra og í því er hinn mikli tilgangur fólginn, því í hvert skipti sem þú snertir annars manns hjarta stækkar þitt eigið. Þú þarft líka alveg að sleppa því að hafa móral yfir því sem í raun og veru þér og öðrum er sama um. Það er ekki skammarlegt að detta í lífinu, en það er miklu meira skammarlegt að standa ekki upp aftur. Þú stendur svo sannarlega upp aftur, stendur upp fyrir þínu, límir saman og lagar glerbrotin í skónum þínum sem áttu alls ekki að vera þar.

Þú finnur þú trúir á máttinn þegar líða tekur á sumarið og í þeim anda koma til þín ótrúlegustu manneskjur til að fá ráð eða klapp á bakið frá. Mátturinn mun auka stolt þitt og þú mátt líka vera miklu meira stoltur af sjálfum þér, því mont og stolt eru jú systur. Þegar seinni hluti ársins heilsar þér, blasa við þér út frá þessari sjálfsrækt ferskir og skemmtilegir atburðir sem tengja þig við hamingjuna. Fyrir þig að vera svo blessaður að hafa þessa tölu á þessari Vatnsberaöld er það jákvæðasta í lífinu sem þú hefur séð hingað til.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is