Vogin: Þetta er tíminn til að endurnýja þig

Elsku Vogin mín,

þú hefur verið að hugsa margt og mikið. Þú ert búin að komast að niðurstöðu með ýmislegt en hefur látið annað bíða. Núna er svo sannarlega tíminn til þess að slaka á, því mánuður ástar er genginn í garð. Svo að allt sem tengist ástinni mun verða betra og friðsamara. En ef neikvæð öfl eru í ástartengingunni springur hún eins og flugeldur, sem er bara fallegur í andartak áður en hann verður að engu. Þú hefur fallega útgeislun, en hugurinn er að leika á þig og senda þér vitleysur. Ekkert sem þú ert í raun og veru að hafa áhyggjur er eins merkilegt og þú heldu, eða mun reynast eins afdrifaríkt og þú bjóst við.

Þú ert að fara að prófa nýja hluti, taka töluverða U- beygju, persónulega og prívat fyrir sjálfa þig og þess vegna finna viskubrunna í þér. Sú tilfinning kemur upp að þér finnst þú haldir þér á kafi í vatninu en það er bara þín skynjun á málefninu.

Ýmislegt fólk fer alveg ofboðslega mikið í þínar fínu taugar, ekki gera neitt í því og þá gengur allt miklu betur. Þér finnst að manneskja sem er mjög nálægt þér hafi vaðið yfir þig og hafi ætlað að taka eitthvað frá þér, en þannig verður það ekki. Þetta er blessaður tími til að endurnýja, til að skoða hvort þú sért á þeim stað sem þú varst búin að ákveða þér að vera á. Það verður tími til að  leyfa þér að vera ástfangin eins og unglingur, hvort sem þú hafir maka eður ei. Þá finnurðu frelsið sem þig vantar og byggir upp þitt líf eins og þú vilt hafa það.

Þú átt eftir að færa sólskin inn í líf annarra og með því fyllist hjarta þitt af ást. Þú átt að kalla þetta sólskinsmánuð, því það mun skína skært á þig þegar þú þarft. Ekki taka áhættu í peningamálum, bíddu með það þangað til að lengra líður fram á árið, því þá koma tækifærin í hrönnum. Að lifa er þora er áskorunin sem þú færð frá Alheiminum.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál