Ásmundur hættur með Fram

Ásmundur Arnarsson er hættur með Fram.
Ásmundur Arnarsson er hættur með Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram kynnti rétt í þessu að Ásmundur Arnarsson, þjálfari karlaliðsins í knattspyrnu væri hættur með liðið. Stjórn knattspyrnudeildarinnar og Ásmundur komust að samkomulagi um þetta í dag. 

Ekki kemur nánar fram hvers vegna Ásmundur hættir með liðið. Fram er í 5. sæti Inkasso-deildarinnar, 1. deild karla. Eftir fína byrjun á mótinu hefur Fram tapað tveimur síðustu leikjum sínum, 2:1 fyrir Fylki og 3:1 á móti Þór. Fram hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð undir stjórn Ásmundar. 

Ólafur Brynjólfsson, aðstoðarþjálfari liðsins verður við stjórn er Fram mætir Gróttu á fimmtudaginn kemur. 

Yfirlýsingu Fram má sjá í heild sinni hér að neðan. 

Stjórn knattspyrnudeildar Fram og Ásmundur Arnarsson þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um starfslok Ásmundar.

Stjórn deildarinnar þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Fram

mbl.is