Mun birta til um síðir

Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mbl.is/Hari

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sendi frá sér hvatningarpistil á heimasíðu sambandsins í dag. Kórónuveirufaraldurinn sem nú herjar á heimsbyggðina hefur sett íþróttalíf víðast hvar úr skorðum og það sama á við um Ísland. Allt íþróttastarf liggur niðri á landinu en alls hafa 1.086 manns greinst með veiruna hér á landi.

Fyrr í mánuðum var sett á samkomubann hér á landi sem gerði íþróttafélögum erfitt fyrir. Í fyrstu voru viðburðir þar sem hundrað manns eða færri komu saman leyfðir en því hefur nú verið breytt í tuttugu manns eða færri. Þetta gerir mörgum íþróttafélögum erfitt fyrir og því liggja æfingar nú niðri hjá þeim öllum.

Þá hefur fjárhagsvandi félaganna aukist til muna eftir að faraldurinn fór af stað en mörg félög treysta mikið á allskyns viðburði og yngri flokka mót til þess að afla tekna sem dæmi. Í pistli sínum fer formaður knattspyrnusambandsins yfir víðan völl en ítrekar að á einhverjum tímapunkti muni birta til.

Það mun birta til um síðir og við munum hefja aftur æfingar og mótahald. Íslenskur fótbolti á bjarta framtíð fyrir sér og það verður spennandi verkefni að þróa hann áfram. Grasrótarstarfið okkar er á heimsmælikvarða þökk sé góðri aðstöðu, vel menntuðum og færum þjálfurum ásamt miklum metnaði og dugnaði leikmanna sem og stjórnenda,“ segir formaðurinn meðal annars í pistli sínum

Pistil Guðna Bergssonar má lesa með því að smella hér. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka