Tilboðið of gott til að hafna því

Hörður Ingi Gunnarsson er genginn til liðs við FH frá …
Hörður Ingi Gunnarsson er genginn til liðs við FH frá ÍA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knatt­spyrnumaður­inn Hörður Ingi Gunn­ars­son gekk í raðir FH í gær en hann kemur frá ÍA á Akranesi þar sem hann hefur leikið frá því árið 2018. Hörður er uppalinn í Hafnarfirðinum og var reglulega orðaður við endurkomu til FH í allan vetur.

Geir Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri ÍA, sagði í samtali við mbl.is fyrr í mánuðinum að Skagamenn ætluðu ekki að selja neinn leikmann fyrir Íslandsmótið sem hefst í næsta mánuði. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við Vísi í dag að tilboðið hefði einfaldlega verið of gott til að hafna því.

„Þetta er búin að vera skrítin saga og erfitt að eiga við þetta. Við vorum með áætlun og Hörður var hluti af okkar liði,“ sagði Jóhannes meðal annars í þættinum Sportið í dag. „Á sama tíma fengum við fáránlega gott tilboð fyrir bakvörð á íslandi. Við töldum að þetta væri gott fyrir félagið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert