Arnór Borg til Víkings

Arnór Borg Guðjohnsen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fylki …
Arnór Borg Guðjohnsen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fylki og fer til Víkings. Eggert Jóhannesson

Arnór Borg Guðjohnsen mun ganga til liðs við Víking úr Reykjavík þegar yfirstandandi leiktímabili lýkur. Skrifa hann undir þriggja ára samning.

Arnór Borg, sem er 21 árs gamall, hefur leikið með Fylki undanfarin tvö tímabil og rennur samningur hans við Árbæjarliðið út eftir þetta tímabil.

Hann er meiddur um þessar mundir og verður frá í um fjórar vikur vegna meiðslanna. Því spilar hann ekki aftur fyrir Fylki.

Formlega verður tilkynnt um félagaskiptin á blaðamannafundi í Víkinni í hádeginu í dag.

Þar verður einnig tilkynnt að Kári Árnason verði nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

mbl.is