Leik frestað vegna skotárásarinnar

Á Blönduósi er flaggað í hálfa stöng vegna harmleiksins.
Á Blönduósi er flaggað í hálfa stöng vegna harmleiksins. mbl.is/Hákon Pálsson

Leik Kormáks/Hvatar gegn Dalvík/Reyni, sem átti að fara fram á Blönduósvelli annað kvöld, hefur verið frestað vegna skotárásarinnar á Blönduósi í gær, sem dró tvo til dauða auk þess sem einn er lífshættulega særður.

Samfélagið á Blönduósi á um sárt að binda um þessar mundir vegna harmleiksins og því ekki ofarlega í huga fólks að taka þátt og/eða bera íþróttakappleiki auga.

Kormákur/Hvöt er sameiginlegt lið bæjarliða Hvammstanga og Blönduóss.

Dalvík/Reynir, sameiginlegt lið bæjarliða Dalvíkur og Árskógsstrandar, vakti athygli á frestuninni á twitteraðgangi liðsins og sendi íbúum Blönduóss kæra kveðju:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert