Ekki hægt að kjósa Albert vegna meintra brota

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/@GenoaCFC

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá Knattspyrnusambandi Íslands í ár.

Það er 433.is sem greinir frá þessu en Leikmannaval KSÍ sér um að kjósa knattspyrnumann og knattspyrnukonu ársins hjá sambandinu.

Nokkur hundruð einstaklingar taka þátt í kjörinu ár hvert, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn innan hreyfingarinnar.

6 mörk í 14 leikjum

Í skriflegu svari KSÍ við fyrirspurn 433.is um það af hverju ekki væri hægt að kjósa Albert kemur meðal annars fram að leikmenn, sem væri til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintra brota, kæmu ekki til greina í kjörinu.

Albert, sem er 26 ára gamall, er samningsbundinn Genoa á Ítalíu en hann hefur ekki mátt leika með íslenska landsliðinu síðan mál hans kom upp í sumar.

Hann hefur spilað frábærlega á Ítalíu á tímabilinu og skorað 6 mörk í 14 leikjum í ítölsku A-deildinni þar sem Genoa situr í 14. sæti deildarinnar með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert