Ævisaga Margrétar Láru í bígerð

Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins.
Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að greina frá ævisögu sinni í bók, en til stendur að gefa bókina út síðar í haust.

„Mig hefur alltaf langað til þess að gefa út ævisöguna mína og þetta er saga sem er áhugaverð að mörgu leyti,“ sagði Margrét Lára þegar samningar voru undirritaðir um útgáfu bókarinnar í höfuðstöðvum Sölku bókaútgáfu á Hverfisgötunni.

Margrét Lára, sem er 37 ára gömul, er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Hún hóf meistaraflokksferilinn 15 ára gömul með ÍBV en lék einnig með Val hér á landi þar sem hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Hún var kjörin íþróttamaður ársins árið 2007 og þá var hún fjórum sinnum útnefnd knattspyrnukona ársins.

Bjarni Helgason, aðstoðarfréttastjóri íþrótta hjá mbl.is og Morgunblaðinu, er höfundur bókarinnar og er hún gefin út af Sölku bókaútgáfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert