Víkingar fengu langhæstu sektina

Víkingar urðu fyrir þó nokkrum sektum í fyrrasumar.
Víkingar urðu fyrir þó nokkrum sektum í fyrrasumar. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnufélagið Víkingur úr Reykjavík var sektað fyrir hæstu upphæðina vegna agamála meistaraflokksliða sinna árið 2023 samkvæmt nýrri skýrslu KSÍ og Deloitte. 

Víkingar, sem urðu Íslands-og bikarmeistarar karlamegin og bikarmeistarar kvennamegin, fengu alls 448 þúsund krónur í sekt fyrir hin ýmsu atriði, vegna gulra og rauðra spjalda leikmanna, brottvísana liðsstjóra og þjálfara í leikjum, eða vegna sekta í kjölfar skýrslna frá eftirlitsmanni og/eða dómara.

KA kom næst með 240 þúsund. ÍBV fékk 216 þúsund í sekt og Stjarnan 200 þúsund. 

Tekin voru fyrir liðin í Bestu deildum karla og kvenna frá 2020 - 2023. 

Listinn í heild sinni:

Hjá stjörnumerktum liðum fengust ekki öll gögn.

Víkingur - 448 þúsund
KA - 240 þúsund
ÍBV* - 216 þúsund 
Stjarnan - 200 þúsund 
FH - 158 þúsund 
Keflavík - 84 þúsund 
Þróttur R. - 48 þúsund
Fylkir - 40 þúsund
KR - 36 þúsund 
Afturelding - 32 þúsund 
Fjölnir - 32 þúsund
Grótta - 32 þúsund
ÍA - 28 þúsund 
Selfoss* - 28 þúsund
Breiðablik - 24 þúsund
Fram* - 24 þúsund
HK - 20 þúsund 
Leiknir R. - 20 þúsund
Valur* - 20 þúsund
Tindastóll* - 12 þúsund

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert