Ekki segja þjálfaranum að ég sé veik

„Dagný fékk einu sinni gubbupest þegar hún var 12 ára gömul og það hitti þannig á að hún átti að keppa með KFR sama dag og hún veiktist,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, landsliðskonu Íslands í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Dagný, sem er þrítug, er samningsbundin West Ham á Englandi en hún er uppalin á Hellu og byrjaði að æfa fótbolta með KFR, Knattspyrnufélagi Rangæinga, þegar hún var sex ára gömul.

„Hún ætlaði sér að spila þennan leik og í hálfleik, þegar allt liðið safnaðist saman, hljóp hún lengst í burtu til þess að kasta upp,“ bætti móðir Dagnýjar við.

Dagný er í nærmynd í fjórða þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin