Engin óhöpp í íslenska hópnum

Frá varamannabekk Íslands í leiknum í gær.
Frá varamannabekk Íslands í leiknum í gær. Ljósmynd/Gordan Lausic

Allir leikmenn Íslands komust vel frá sigurleiknum við Svía í Split í gær og eru því allir heilir heilsu eins og áður. 

Létt var yfir Íslendingum þegar mbl.is heimsótti íslenska hópinn á liðshótelið við Adríahafið. Engin óhöpp urðu í gær þótt leikurinn hafi auðvitað tekið á fyrir þá sem spiluðu mest. 

Staðan á íslenska hópnum er því afar góð hvað heilsuna varðar en slíkt er ekki hægt að stóla á í stórmótum þegar menn eru undir miklu álagi. Enda brosti annar sjúkraþjálfaranna, Elís Þór Rafnsson, sínu breiðasta í dag þegar blaðamaður mætti honum á hótelganginum. 

Á morgun fær íslenska liðið verðugt verkefni þegar það mætir gestgjöfunum sem ætla sér gullverðlaun á mótinu og eru vel studdir af áhorfendum í íþróttaborginni Split. 

mbl.is