Fjöldi Íslendinga í Búdapest

Ljósmynd/Szilvia Micheller

Íslenska landsliðið fékk góðan stuðning gegn Portúgal í kvöld í lokakeppni EM karla í handknattleik í Búdapest. 

Ísland vann Portúgal 28:24 í glænýrri og stórglæsilegri höll í Búdapest, MVM Dome. Höllin tekur rúmlega 20 þúsund manns og þar verður troðfullt þegar Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn. 

Í kvöld voru meira en sex þúsund manns á leik Íslands og Portúgals. Ekki er gott að skjóta á hversu margir Íslendingar voru en í það minnsta voru íslensku stuðningsmennirnir mjög áberandi á leiknum. Hrósaði vallarþulurinn þeim mjög fyrir líflega framkomu. 

Szilvia Micheller ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins á EM tók meðfylgjandi myndir af íslensku stuðningsmönnunum í kvöld. 

Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is