Margt hangir á spýtunni í leik dagsins

Íslenska stuðningsfólkið hefur látið mikið að sér kveða á EM …
Íslenska stuðningsfólkið hefur látið mikið að sér kveða á EM en þarf að glíma við rúmlega 20 þúsund Ungverja í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Í kvöld fæst úr því skorið hvort Ísland heldur áfram keppni á EM karla í handknattleik þegar keppni lýkur í B-riðli keppninnar í Búdapest.

Ísland mætir Ungverjalandi í dag klukkan 17 og klukkan 19:30 leika Portúgal og Holland lokaleik riðilsins. Tvö efstu liðin komast í milliriðil en hin tvö eru úr leik í keppninni.

Þótt Ísland hafi unnið fyrstu tvo leikina getur liðið samt fallið úr keppni. Vinni Ungverjar og Hollendingar vinni í framhaldinu Portúgala þá kæmi upp sú staða að Ungverjaland, Holland og Ísland yrðu öll með 4 stig. Öll liðin hafa að einhverju að keppa.

Fari svo að Ísland vinni Ungverjaland þá hefur Ísland unnið öll liðin í riðlinum og er með 6 stig. Ef Portúgal myndi vinna Holland þá yrðu Portúgal, Holland og Ungverjaland öll með 2 stig. Ef lið enda jöfn að stigum ræður innbyrðis stigatala þeirra á milli hvort er ofar, eða innbyrðis markatala ef þrjú lið enda jöfn.

Ef Ísland vinnur Ungverjaland eða gerir jafntefli þá vinnur Ísland riðilinn. Þá fær Ísland einfaldlega fleiri stig en hin. Ísland má hins vegar einnig tapa fyrir Ungverjaland með eins marks mun ef Holland heldur áfram góðri spilamennsku og vinnur Portúgal. Þá myndu heimamenn sitja eftir og Ísland myndi vinna riðilinn.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert