Ósigraðir í 40 leikjum í röð

Byrjunarlið Englendinga í leiknum gegn Tékkum í gærkvöld.
Byrjunarlið Englendinga í leiknum gegn Tékkum í gærkvöld. AFP

Englendingar eru ósigraðir í 40 leikjum í röð í undankeppni EM og HM en þeir burstuðu Tékka 5:0 á Wembley í gærkvöld.

Enska landsliðið tapaði síðast leik í undankeppni gegn Úkraínumönnum 1:0 í október 2009 og hefur nú spilað 40 leiki í undankeppni Evrópumótsins og heimsmeistaramótsins án þess að tapa leik.

Raheem Sterling skoraði þrennu fyrir Englendinga í gær og Harry Kane skoraði eitt en Kane hefur skorað 16 mörk undir stjórn Gareth Southgate, 11 mörkum meira en næsti maður.

Í fyrsta skipti í 138 ár léku tveir leikmenn 18 ára og yngri með enska landsliðinu í gær en þeir Callum Hudson-Odoi úr Chelsea og Jadon Sancho komu báðir við sögu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert