Jafnteflið gerir lítið fyrir bæði lið (myndskeið)

„Þetta gerir lítið fyrir bæði lið,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson um 2:2-jafntefli Arsenal og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var í Vellinum sem sýndur er á Símanum Sport. 

Eiður Smári Guðjohnsen var einnig í þættinum og var hann spurður út í hvort Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, væri svekktari með úrslitin en kollegi hans hjá Arsenal, Unai Emery.

„Jú sennilega. Sérstklega eftir að komst 2:0 yfir. Þá á leikurinn að spilast þannig að þú dregur pressuna að þér og átt þá möguleika á að komast 3:0 yfir með skyndisókn. Þetta mark sem þeir fengu í andlitið rétt fyrir hálfleik gerði mikið fyrir Arsenal.“

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Pierre Emerick Aubameyang skoraði jöfnunarmark Arsenal.
Pierre Emerick Aubameyang skoraði jöfnunarmark Arsenal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert