Eiður: Enginn veit hvað er að fara að gerast

Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal umræðuefna þríeykisins var Chelsea, en Eiður lék með Chelsea á árum áður. Hann segir augljóst að ekki allt sé í lagi hjá félaginu, vegna óvissu utanvallar.

Roman Abramovich neyddist til að selja félagið og þá getur félagið ekki verið með uppselt á heimaleiki hjá sér vegna þessa. 

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.   

mbl.is