Jóhann Berg: Mikið að hjá Liverpool

„Það er mikið að hjá Liverpool í augnablikinu,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í upphafi tímabilsins.

Liverpool hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki af sex í úrvalsdeildinni til þessa.

„Það virðist vanta einhvern takt í Liverpool-liðið og miðjumenn liðsins sem dæmi hlupu alltaf endalaust og pressuðu endalaust,“ sagði Jóhann Berg.

„Núna ertu kominn með yngri leikmenn sem eru að finna taktinn í liðinu og það er líka mikið af meiðslum, sem hjálpar þeim ekki,“ sagði Jóhann Berg meðal annars.

Liverpool hefur aðeins unnið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á …
Liverpool hefur aðeins unnið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP/Oli Scarff
mbl.is