Rosberg efstur í nýrri lotu

Nico Rosberg hjá Mercedes setti besta brautartíma dagsins við bílprófanir í Barcelona í dag, var skammt á undan Valtteri Bottas á Williams og Fernando Alonso á McLaren.

Besti hringur Rosberg mældist 1:23,022 mínútur og Bottas var aðeins 0,2 úr sekúndu lengur með hringinn. Alonso ók hann best á 1:24,735 og eru það nýmæli að sjá McLarenbílinn í fremstu röð.

Ók Rosberg 82 hringi, Bottast 123 og Alonso 93. Kimi Räikkönen hjá Ferrari var aðeins 0,1 sekúndu á eftir Alonso með 1:24,836 mín sem hraðasta hring af 72. 

Voru tímarnir farnir að muna litlu á milli manna því Danill Kvyat hjá Red Bull ók á 1:25,049 (alls 69 hringi), Lewis Hamilton hjá Mercedes á 1:25,051 (90 hr) og Max Verstappen á Toro Rosso á 1:25,176, en hann ók manna mest eða 144 hringi,

Þá var Nico Hülkenberg hjá Force India á 1:25,336 (121),  Felipe Nasr hjá Sauber á 1:25,493 (103), Kevin Magnussen hjá Renault á 1:25,760 Magnussen (119 hr), Esteban Gutierrez hjá Haas á 1:26,661 (23 hr) og Rio Haryanto hjá Manor ók sinn besta hring af 45 á 1:27,625 mín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert