Túrbóið brást Bottas

Valtteri Bottas í tímatökunni í Barcelona.
Valtteri Bottas í tímatökunni í Barcelona. AFP

Mercedesliðið hefur staðfest að forþjappa hafi bilað í bíl Valtteri Bottas í Spánarkappakstrinum með þeim afleiðingum að hann féll úr leik.

Segir liðsstjórinn Toto Wolff að sambærileg bilun hafi aldrei áður átt sér stað en um framleiðslugalla hafi verið að ræða.

Bottas glímdi við fleiri vandamál á kappaksturshelginni spænsku, meðal annars rafkerfisbilun og kælivatnsleka. Vegna þess setti liðið aftur vélina í bílinn sem Bottas hafði brúkað í fyrstu fjórum mótunum.

Bottas var í þriðja sæti er hann varð að leggja bíl sínum við brautarkant um miðbik kappakstursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert