PSG franskur meistari með stæl

Leikmenn PSG fagna sigrinum.
Leikmenn PSG fagna sigrinum. AFP

PSG rótburstaði Mónakó 7:1 þegar frönsku stórliðin mættust í París í gær og tryggði sér þar með Frakklandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. PSG náði þar með titlinum af Mónakó. 

Giovani lo Celso og Angel di Maria skoruðu tvö mörk hvor og þer Edinson Cavani og Julian Draxler sitt markið hvor. Þá gerðust þau tíðindi að markamaskínan Radamel Falcao skoraði sjálfsmark en Rony Lopes gerði eina mark Mónakó. 

PSG er nú sautján stigum á undan Mónakó í deildinni en PSG hafði einnig betur 3:0 gegn Mónakó í úrslitum deildabikarkeppninnar í síðasta mánuði. 

mbl.is