Guðmundur gerði sigurmark

Guðmundur Þórarinsson skoraði sigurmark Norrköping.
Guðmundur Þórarinsson skoraði sigurmark Norrköping. AFP

Guðmundur Þórarinsson gerði sigurmark Norrköping í 1:0-útisigri á Brommapojkarna í efstu deild Svíþjóðar í fótbolta í dag. Guðmundur lék allan leikinn og skoraði markið á 62. mínútu. Kristján Flóki Finnbogason var ekki í leikmannahópi Brommapojkarna.  

Með sigrinum fór Norrköping í 59 stig og er liðið stigi frá toppliði AIK, sem á leik til góða. Brommapojkarna er í slæmum málum í næstneðsta sæti með aðeins 20 stig. 

Óttar Magnús Karlsson var allan tímann á varamannabekknum hjá botnliði Trelleborg sem mátti þola 2:1-tap fyrir Kalmar á útivelli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina