Kjartan fékk morðhótanir

Kjartan Henry Finnbogason í búningi Horsens en leikurinn gegn Brøndby …
Kjartan Henry Finnbogason í búningi Horsens en leikurinn gegn Brøndby var kveðjuleikur hans á heimavelli eftir fjögurra ára dvöl þar. Ljósmynd/Horsens

Danska sjónvarpsstöðin TV3 Sport mun á sunnudaginn sýna viðtal við Kjartan Henry Finnbogason knattspyrnumann og eiginkonu hans Helgu Björnsdóttur um morðhótanir sem Kjartan fékk síðasta vor.

Kjartan var þá að ljúka sínu fjórða og síðasta tímabili með Horsens í dönsku úrvalsdeildinni og í næstsíðustu umferð mættust Horsens og Brøndby en Brøndby var þá í hörðum slag við Midtjylland um danska meistaratitilinn og mátti ekki við því að tapa stigum.

Staðan var 2:0 fyrir Brøndby þar til Kjartan skoraði á 89. mínútu og aftur á sjöttu mínútu í uppbótartíma og tryggði Horsens óvænt jafntefli, 2:2. Stigamissirinn varð svo til þess að að Brøndby missti af meistaratitlinum í hendur Midtjylland - sem vann einmitt Horsens 1:0 í lokaumferðinni.

Þetta var meira en stuðningsmenn Brøndby þoldu. Nokkrir þeirra æddu grímuklæddir inn á völlinn og í kjölfarið fékk Kjartan ýmsar hótanir frá þeim, m.a. morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla, og hópur stuðningsmanna Brøndby mætti fyrir utan hús hans og Helgu í Horsens.

TV3 Sport heimsótti Kjartan og Helgu til Ungverjalands en þau búa nú í Búdapest og Kjartan leikur með besta félagsliði landsins, Ferencváros. Hér fyrir neðan má sjá brot úr umræddum þætti, þar sem rætt er við Kjartan og Helgu, en í þættinum er fjallað um það sem fólk segir á samfélagsmiðlum og hvort það myndi segja sömu hluti augliti til auglitis:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert