Gjörbreytt lið frá EM 2016

Nemanja Nikolic hefur verið á skotskónum að undanförnu.
Nemanja Nikolic hefur verið á skotskónum að undanförnu. AFP

Ungverjar munu þekkja mætavel til íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir þeim í úrslitaleiknum um EM-sætið í Búdapest 12. nóvember. Aftur á móti er ljóst að Íslendingar þekkja mun minna til ungverska liðsins sem teflt verður fram í þeim leik.

Ísland og Ungverjaland skildu jöfn, 1:1, í Marseille í Evrópukeppninni í Frakklandi sumarið 2016 þar sem ungverska liðið náði jafntefli með sjálfsmarki á 88. mínútu, eftir að Gylfi Þór Sigurðsson hafði skoraði fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum. Ungverjar unnu riðilinn afar óvænt og Ísland hafnaði í öðru sæti á meðan Portúgalar rétt skriðu áfram í 16-liða úrslitin með þremur jafnteflum í þriðja sæti og Austurríki féll út.

Þegar Ungverjar unnu Búlgara 3:1 í Sofia í umspilinu í fyrrakvöld voru þeir aðeins með þrjá leikmenn í byrjunarliði sem tóku þátt í leiknum í Marseille fyrir fjórum árum. Það voru miðvörðurinn Ádám Lang, leikmaður Omonia á Kýpur, sem var hægri bakvörður í leiknum í Marseille, miðjumaðurinn Ádám Nagy, sem leikur með Bristol City í ensku B-deildinni, og framherjinn og varafyrirliðinn Ádám Szalai, leikmaður Mainz í Þýskalandi, sem kom inn á sem varamaður í Marseille.

<strong>Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag</strong>
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert