Neymar ekki lengur velkominn í PSG

Neymar hefur verið hjá PSG síðan 2017
Neymar hefur verið hjá PSG síðan 2017 Franck Fife/AFP

Neymar er ekki lengur velkominn hjá liði sínu Paris Saint-Germain sem hann hefur spilað hjá síðan 2017. 

Sky Sports greindi frá. Neymar á 144 leiki og 100 mörk fyrir franska knattspyrnufélagið PSG. Á þessari leiktíð spilaði hann 22 leiki og í þeim skoraði hann 13 mörk og átti 6 stoðsendingar.

Í PSG spilaði Neymar með stórstjörnum en ásamt honum í framlínunni voru Messi og Kylian Mbappé. Mbappé hefur framlengt við félagið til 2025 og Messi er samningsbundinn þeim út tímabilið 2023.

mbl.is