Sá leikjahæsti nálgast samkomulag í Noregi

Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki.
Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Birkir Bjarnason er nálægt því að ganga til liðs vð norska úrvalsdeildarfélagið Viking á nýjan leik.

Það er norski Twitter-aðgangurinn Oss Mot Resten Av Verden, sem sérhæfir sig í málefnum Viking, sem greinir frá þessu.

Birkir, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn Adana Demirspor í Tyrklandi en hann reynir nú að fá sig lausan undan samningi þar.

Viðræðurnar ganga vel

„Birkir Bjarnason og Viking hafa náð munnlegu samkomulagi um skammtímasamning,“ segir í Twitter-færslu Oss Mot Resten Av Verden.

„Birkir er hins vegar samningsbundinn Adana en félögin vinna nú hörðum höndum að því að fá Birki leystan undan samning og ganga viðræðurnar vel,“ segir ennfremur í færslunni.

Birkir er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 113 A-landsleiki en hann hóf meistaraflokksferil sinn með norska liðinu árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka