Yfirlýsing Alberts: „Er saklaus af ásökunum“

Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu í sumar.
Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Genoa á Ítalíu, hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu þar sem hann kveðst saklaus af ásökunum í sinn garð.

Albert var líkt og greint var frá í gær kærður fyrir kynferðisbrot. Meint brot er sagt hafa átt sér stað á Íslandi í sumar.

„Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ skrifaði Albert í yfirlýsingunni, sem RÚV birti í dag.

Yfirlýsingin var rituð í Genúa og dagsett í dag, 24. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert