Missir af úrslitaleiknum og kannski af EM

Aurelien Tchouameni er úr leik í bili vegna meiðsla.
Aurelien Tchouameni er úr leik í bili vegna meiðsla. AFP/Kirill Kudryavtsev

Franski miðjumaðurinn Aurelien Tchouameni verður ekki með Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta og óvíst er hvort hann leiki með Frökkum á EM í sumar.

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, staðfesti fjarveru Frakkands frá úrslitaleiknum í dag þegar hann ræddi við fréttamenn fyrir lokaleik liðsins í spænsku 1. deildinni sem er gegn Real Betis annað kvöld.

Tchouameni meiddist á fæti í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hann er í 25 manna hópi sem Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hefur valið fyrir EM sem hefst í Þýskalandi 14. júní.

Úrslitaleikur Real Madrid og Dortmund fer fram á Wembley laugardagskvöldið 1. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert