Grátlegt tap landsliðskonunnar í bikarúrslitum

Alexandra Jóhannsdóttir og Sjoeke Nüsken í leik Íslands og Þýskalands …
Alexandra Jóhannsdóttir og Sjoeke Nüsken í leik Íslands og Þýskalands í síðasta mánuði. Ljósmynd/Alex Nicodim

Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar í Fiorentina máttu sætta sig við svekkjandi tap fyrir Ítalíumeisturum Roma í vítaspyrnukeppni í ítölsku bikarúrslitunum í gærkvöldi.

Staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og vann Roma svo í vítaspyrnukeppni, 4:3. Rómverjar eru því tvöfaldir meistarar í ár.

Alexandra var í byrjunarliði Fiorentina og lagði upp þriðja mark liðsins þegar liðið komst í 3:1 á 72. mínútu. Roma minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og jafnaði metin á 90. mínútu.

Hún var tekin af velli á annarri mínútu uppbótartíma í framlengingunni og tók því ekki spyrnu í vítaspyrnukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert